Innlent

Íbúðaverð í borginni hækkaði um 1,5% um áramótin

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um eitt og hálft prósent milli mánaðanna desember og janúar, samkvæmt vísitölu íbúðaverðs, sem Fasteignamat ríkisins birtir.

Síðastliðna 3 mánuði stóð vísitalan nánast í stað, síðastliðna 6 mánuði hefur hún hækkað um 4,5% og hækkun síðastliðna 12 mánuði er 14,0%. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×