Innlent

Olíuflutningabíll lenti utanvegar í Þrengslunum

Litlu mátti muna að illa færi er olíuflutningabíll lenti utanvegar í Þrengslunum við Hellisheiði fyrir nokkrum mínútum.

Að sögn sjónarvottar að óhappinu fór olíuflutningabíllinn í heilan hring á veginum áður en hann rann út af honum. "Ef ég hefði verið á ferðinni örfáum mínútum fyrr hefði ég lent á olíuflutningabílnum," segir sjónarvotturinn í samtali við Vísi.

Töluverð hálka og slabb var á veginum og er það talið orsök óhappsins. Ökumann bílsins sakaði ekki né valt bíllinn í óhappinu.

Lögreglan á Selfossi var látin vita af óhappinu og sendi hún snjóruðningstæki á staðinn til að draga bílinn upp aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×