Innlent

Fjórir nítján ára piltar í hrakningum á Esjunni

MYND/Stöð 2

Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu í gærkvöldi fjóra nítján ára pilta sem lent höfðu í hrakningum á Esjunni.

Piltarnir fjórir voru að ganga upp Esjuna þegar það skall á með dimmum éljum og hvassviðri. Þeir ákváðu þá að snúa við en villtust af leið. Þeir rötuðu þá í bratt gil en þegar þangað var komið treystu þeir sér ekki lengra og hringdu á neyðarlínuna. Símtal þeirra barst klukkan um hálf sjö og fóru björgunarsveitarmenn strax á staðinn. Töluverðan tíma tók að finna piltana þar sem þeir höfðu mjög óljósa hugmynd um hvar þeir væru. Piltarnir fundust um níu leytið en nokkurn tíma tók að ná þeim niður af fjallinu þar sem snjóflóðahætta var á svæðinu og mikill ís. Þegar komið var með þá að rótum fjallsins, um ellefu leytið, voru piltarnir orðnir nokkuð kaldir. Þeim varð þó ekki meint af enda voru þeir ágætlega útbúnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×