Guðni segir af sér þingmennsku og formennsku í Framsókn 17. nóvember 2008 15:06 MYND/GVA Guðni Ágústsson hefur sagt af sér þingmennsku. Þetta tilkynnti Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, við upphaf þingfundar og vísaði til bréfs sem Guðni sendi þinginu. Þá hefur Guðni einnig ákveðið að hætta sem formaður Framsóknarflokksins og segir að flokkurinn muni ekki rísa á ný fyrr en breytingar verði á forystu hans. Þar kom fram þakklæti til þingmanna og starfsfólks fyrir gott samstarf og um leið óskaði hann þjóðinni gæfu í von um að henni tækist að komast í gegnum erfiðleikana sem nú ganga yfir. Í bréfi til þingmanna flokksins segir Guðni að ákvörðunin sé tekin í samráði við fjölskyldu sína. „Ég tók við formennsku í Framsóknarflokknum eftir síðustu alþingiskosningar en þær voru okkur öllum mótdrægar. Við misstum fimm þingmenn af tólf og formaður flokksins Jón Sigurðsson féll í Reykjavík. Ég gerði mér grein fyrir því að það væri langtímaverkefni að byggja Framsóknarflokkinn upp á nýjan leik. Ég var reiðubúinn til að leiða það starf með öflugum og samhentum hópi fólks sem setti flokk sinn og pólitísk gildi hans í öndvegi. Því miður hefur vonin um nauðsynlegan starfsfrið og einingu breyst í andhverfu sína. Mér er það ljóst að sú sátt innan Framsóknarflokksins sem nauðsynleg er fyrir endurreisn hans mun ekki skapast án breytinga í forystu flokksins. Sú sátt þolir enga bið. Með afsögn minni legg ég mitt af mörkum til að hraða því breytingaferli sem óhjákvæmilegt er til þess að Framsóknarflokkurinn nái að safna kröftum sínum á nýjan leik," segir Guðni í bréfinu. Þakkar hann fólki um allt land fyrir tryggð við flokkinn og sig. „Ég óska nýjum forystumönnum flokksins og Framsóknarflokknum allra heilla í framtíðinni. Það var eining og drengskapur sem einkenndi þann Framsóknarflokk sem ég gekk til liðs við ungur að árum. Ásamt skýrum hugsjónum og pólitískri staðfestu eru það einmitt eining og drengskapur sem fæða af sér stórar hreyfingar," segir Guðni í bréfinu. Guðni hefur setið á Alþingi frá árinu 1987, eða í rúm 20 ár. Hann var landbúnaðarráðherra á árunum 1999-2007 og varaformaður Framsóknarflokksins á árunum 2001-2007. Hann tók svo við formennsku í flokkknum í fyrra þegar Jón Sigurðsson sagði af sér í kjölfar þingkosninga. Þingmenn voru gáttaðir á fréttunum og virtust þær koma öllum á óvart. Færðu þeir Guðna þakkir fyrir samstarfið. Guðni er annar þingmaður Framsóknarflokksins sem segir af sér þingmennsku á einnig viku. Í síðustu viku sagði Bjarni Harðarson af sér þingmennsku eftir að bréf, sem hann hugðist senda í nafnleysi og hafði að geyma árásir á Valgerði Sverrisdóttur til fjölmiðla, rataði í fjölmiðla í hans nafni. Eygló Harðardóttir varaþingmaður tekur sæti Guðna á Alþingi. Tengdar fréttir Eiginkonan: Guðni veitir ekki viðtöl - á leið til útlanda í frí Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins sem sagði af sér þingmennsku í dag, veitir ekki viðtöl í dag eða næstu daga. Þetta sagði Margrét Hauksdóttir, eiginkona hans, í samtali við Vísi. 17. nóvember 2008 15:24 Segir hóp á vegum Valgerðar hafa gert aðför að Guðna Bjarni Harðarson fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins segir afsögn formannsins vera afar slæm tíðindi fyrir flokkinn. Guðni Ágústsson sagði af sér þingmennsku í dag og lét einnig af störfum sem formaður flokksins. Bjarni vissi af ákvörðun Guðna fyrir um hálfum sólarhring og segist styðja hann heilshugar rétt eins og Guðni gerði í síðustu viku, þegar Bjarni sagði af sér þingmennsku. 17. nóvember 2008 15:37 Nýr formaður Framsóknarflokksins virðir ákvörðun Guðna „Auðvitað virði ég þessa ákvörðun sem að hann tekur," segir Valgerður Sverrisdóttir formaður Framsóknarflokksins um brotthvarf Guðna Ágústssonar af þingi. 17. nóvember 2008 15:07 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Guðni Ágústsson hefur sagt af sér þingmennsku. Þetta tilkynnti Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, við upphaf þingfundar og vísaði til bréfs sem Guðni sendi þinginu. Þá hefur Guðni einnig ákveðið að hætta sem formaður Framsóknarflokksins og segir að flokkurinn muni ekki rísa á ný fyrr en breytingar verði á forystu hans. Þar kom fram þakklæti til þingmanna og starfsfólks fyrir gott samstarf og um leið óskaði hann þjóðinni gæfu í von um að henni tækist að komast í gegnum erfiðleikana sem nú ganga yfir. Í bréfi til þingmanna flokksins segir Guðni að ákvörðunin sé tekin í samráði við fjölskyldu sína. „Ég tók við formennsku í Framsóknarflokknum eftir síðustu alþingiskosningar en þær voru okkur öllum mótdrægar. Við misstum fimm þingmenn af tólf og formaður flokksins Jón Sigurðsson féll í Reykjavík. Ég gerði mér grein fyrir því að það væri langtímaverkefni að byggja Framsóknarflokkinn upp á nýjan leik. Ég var reiðubúinn til að leiða það starf með öflugum og samhentum hópi fólks sem setti flokk sinn og pólitísk gildi hans í öndvegi. Því miður hefur vonin um nauðsynlegan starfsfrið og einingu breyst í andhverfu sína. Mér er það ljóst að sú sátt innan Framsóknarflokksins sem nauðsynleg er fyrir endurreisn hans mun ekki skapast án breytinga í forystu flokksins. Sú sátt þolir enga bið. Með afsögn minni legg ég mitt af mörkum til að hraða því breytingaferli sem óhjákvæmilegt er til þess að Framsóknarflokkurinn nái að safna kröftum sínum á nýjan leik," segir Guðni í bréfinu. Þakkar hann fólki um allt land fyrir tryggð við flokkinn og sig. „Ég óska nýjum forystumönnum flokksins og Framsóknarflokknum allra heilla í framtíðinni. Það var eining og drengskapur sem einkenndi þann Framsóknarflokk sem ég gekk til liðs við ungur að árum. Ásamt skýrum hugsjónum og pólitískri staðfestu eru það einmitt eining og drengskapur sem fæða af sér stórar hreyfingar," segir Guðni í bréfinu. Guðni hefur setið á Alþingi frá árinu 1987, eða í rúm 20 ár. Hann var landbúnaðarráðherra á árunum 1999-2007 og varaformaður Framsóknarflokksins á árunum 2001-2007. Hann tók svo við formennsku í flokkknum í fyrra þegar Jón Sigurðsson sagði af sér í kjölfar þingkosninga. Þingmenn voru gáttaðir á fréttunum og virtust þær koma öllum á óvart. Færðu þeir Guðna þakkir fyrir samstarfið. Guðni er annar þingmaður Framsóknarflokksins sem segir af sér þingmennsku á einnig viku. Í síðustu viku sagði Bjarni Harðarson af sér þingmennsku eftir að bréf, sem hann hugðist senda í nafnleysi og hafði að geyma árásir á Valgerði Sverrisdóttur til fjölmiðla, rataði í fjölmiðla í hans nafni. Eygló Harðardóttir varaþingmaður tekur sæti Guðna á Alþingi.
Tengdar fréttir Eiginkonan: Guðni veitir ekki viðtöl - á leið til útlanda í frí Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins sem sagði af sér þingmennsku í dag, veitir ekki viðtöl í dag eða næstu daga. Þetta sagði Margrét Hauksdóttir, eiginkona hans, í samtali við Vísi. 17. nóvember 2008 15:24 Segir hóp á vegum Valgerðar hafa gert aðför að Guðna Bjarni Harðarson fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins segir afsögn formannsins vera afar slæm tíðindi fyrir flokkinn. Guðni Ágústsson sagði af sér þingmennsku í dag og lét einnig af störfum sem formaður flokksins. Bjarni vissi af ákvörðun Guðna fyrir um hálfum sólarhring og segist styðja hann heilshugar rétt eins og Guðni gerði í síðustu viku, þegar Bjarni sagði af sér þingmennsku. 17. nóvember 2008 15:37 Nýr formaður Framsóknarflokksins virðir ákvörðun Guðna „Auðvitað virði ég þessa ákvörðun sem að hann tekur," segir Valgerður Sverrisdóttir formaður Framsóknarflokksins um brotthvarf Guðna Ágústssonar af þingi. 17. nóvember 2008 15:07 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Eiginkonan: Guðni veitir ekki viðtöl - á leið til útlanda í frí Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins sem sagði af sér þingmennsku í dag, veitir ekki viðtöl í dag eða næstu daga. Þetta sagði Margrét Hauksdóttir, eiginkona hans, í samtali við Vísi. 17. nóvember 2008 15:24
Segir hóp á vegum Valgerðar hafa gert aðför að Guðna Bjarni Harðarson fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins segir afsögn formannsins vera afar slæm tíðindi fyrir flokkinn. Guðni Ágústsson sagði af sér þingmennsku í dag og lét einnig af störfum sem formaður flokksins. Bjarni vissi af ákvörðun Guðna fyrir um hálfum sólarhring og segist styðja hann heilshugar rétt eins og Guðni gerði í síðustu viku, þegar Bjarni sagði af sér þingmennsku. 17. nóvember 2008 15:37
Nýr formaður Framsóknarflokksins virðir ákvörðun Guðna „Auðvitað virði ég þessa ákvörðun sem að hann tekur," segir Valgerður Sverrisdóttir formaður Framsóknarflokksins um brotthvarf Guðna Ágústssonar af þingi. 17. nóvember 2008 15:07