Enski boltinn

Engin tilboð í Diarra

Lassana Diarra hefur fá tækifæri fengið með Arsenal
Lassana Diarra hefur fá tækifæri fengið með Arsenal NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur hafnað því að Tottenham hafi gert tilboð í miðjumanninn Lassana Diarra. Franski landsliðsmaðurinn gekk í raðir Arsenal frá Chelsea í sumar en hefur aðeins verið fjórum sinnum í byrjunarliði Arsenal í vetur.

"Það hefur enginn frá Tottenham verið í sambandi við okkur með það fyrir augum að bjóða í Diarra og við höldum því út af fyrir okkur ef við eigum í viðræðum vegna leikmanna. Ef þið spyrjið mig - vil ég heldur ekki selja hann," sagði Wenger.

Diarra hafði verið orðaður við Tottenham og Newcastle og er sagður falur fyrir um 4 milljónir punda.

"Diarra kom ekki til okkar fyrr en við vorum byrjaðir að æfa. Það er frekar tæpt að fá mann í endaðan ágúst og selja hann svo strax í janúar. Hann er í miklum metum hjá mér og ég vil halda honum hérna. Ég skil að hann sé pirraður yfir því að fá ekki að spila, en ég hafði mikið fyrir því að fá hann til okkar," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×