Innlent

Nærri 80 þúsund evrópsk sjúkratryggingakort í umferð

MYND/Pjetur

Tæplega 80 þúsund evrópsk sjúkratryggingakort voru komin í umferð í lok árs 2007 samkvæmt upplýsingum Tryggingastofnunar.

Á vef stofnunarinnar segir að sjúkratryggðir einstaklingar á Íslandi geti tekið kortið með sér þegar þeir dvelja í landi innan Evrópska efnahagssvæðisins og þannig greitt sama verð og heimamenn fyrir opinbera heilbrigðisþjónustu.

Þessu fylgir mikil hagræðing því í stað þess að greiða fullt gjald fyrir heilbrigðisþjónustu erlendis og leita endurgreiðslu þegar heim er komið fær fólk þjónustu á sömu kjörum og aðrir í dvalarlandinu. Síðan sendir viðkomandi stofnun reikninginn beint til Tryggingastofnunar. Sjúkratryggingakortið var fyrst gefið út í maí árið 2005 og á því ári voru gefin út 55 þúsund kort.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×