Enski boltinn

Terry styður valið á Mancienne

Elvar Geir Magnússon skrifar
Michael Mancienne.
Michael Mancienne.

John Terry, fyrirliði Chelsea, styður valið á varnarmanninum Michael Mancienne í enska landsliðið.

Mancienne er tvítugur og var valinn í hópinn fyrir vináttulandsleik Englands gegn Þýskalandi í Berlín á miðvikudag.

Mancienne er liðsfélagi Terry hjá Chelsea en er sem stendur á lánssamningi hjá Úlfunum í 1. deildinni. „Hann er sífellt að þroskast og hefur verið frábær hjá Wolves," sagði Terry en Úlfarnir trjóna á toppi 1. deildarinnar.

„Ég vil ekki leggja of mikla pressu á hann en við vitum vel að hann á bjarta framtíð. Ég fór á sínum tíma á lánssamningi til Nottingham Forest og það var góð reynsla. Menn verða að standa á eigin fótum," sagði Terry.

Stuart Pearce, þjálfari U21 landsliðs Englendinga, telur Mancienne hafa verið besta leikmann liðsins í undanförnum leikjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×