Innlent

Glænýjum sendibíl stolið á Laugavegi

Grábrúnum sendibíl af gerðinni Renault Traffic var stolið á um klukkan 17:00 í dag. Verið var að afferma bílinn við Landsbankann við Laugaveg þegar óprúttin bílaþjófur settist í bílstjórasætið og ók bílnum á brott.

Bíllinn var afhentur eiganda sínum glænýr í gær.

Hann er með númerið JY-X19. Eigandi hans biður þá sem verða hans varir að hafa samband við lögreglu í síma 4441000. Eigandinn lofar jafnframt fundarlaunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×