Innlent

Svifryksmengun yfir heilsuverndarmörk þrátt fyrir hvassviðri

MYND/Vilhelm

Svifryksmengun fór yfir heilsuverndarmörk á nýársdag þrátt fyrir töluvert hvassviðri og úrkomu.

Í tilkynningu frá Umhverfissviði kemur fram að á fyrsta hálftíma ársins mældist svifrykið um 500 míkrógrömm á rúmmetra við færanlegra mælistöð mengunarvarna Umhverfissviðs sem nú er staðsett í Hlíðahverfi. Heilsuverndarmörk fyrir svifryk á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Sólarhringsgildi svifryks við mælistöðina í Hlíðahverfi var 53 míkrógrömm á rúmmetra á nýársdag en við mælistöð Umhverfissviðs við Grensásveg var það undir heilsuverndarmörkum eða 33 míkrógrömm. Klukkan 18 í gærdag mældist hálftímagildi svifryks svo 455 míkrógrömmí Hlíðunum og er það sennilega vegna flugeldaskota í hverfinu.

Úrkoman bjargaði árinu

Bent er á í tilkynningunni að svifryk hafi 17 sinnum farið yfir heilsuverndarmörk á síðasta ári samkvæmt mælistöð við Grensásveginn en það mátti fara 23 sinnum yfir samkvæmt reglugerð. „Úrkoman bjargaði árinu hvað svifryk snertir," segir Anna Rósa Böðvarsdóttir hjá mengunarvörnum Umhverfissviðs og vísar til þess að ársúrkoman í Reykjavík hafi ekki verið meiri síðan 1921. Svifryk fór til dæmis aðeins tvisvar yfir heilsuverndarmörk í mars 2007 en sá mánuður hefur oft reynst viðkvæmur fyrir svifryksmengun.

Í ár má svifryksmegum fara 18 sinum yfir heilsuverndarmörk, 12 sinnum árið 2009, og sjö sinnum árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×