Innlent

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 19 ára dreng

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 19 ára dreng Jakobi Hrafni Höskuldssyni, sem síðast sást við Broadway um kl. 05.30 aðfaranótt nýársdags.

Hann er 188 cm á hæð frekar grannur, með dökkt stutt hár. Hann var klæddur í dökkar buxur, í dökka hettupeysu og var með svarta derhúfu. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um ferðir Jakobs eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000.

Um 100 björgunarsveitarmenn hafa í gærkvöldi og í nótt leitað að Jakobi Hrafni. Björgunarsveitarmennirnir hafa leitað bæði á sjó og landi auk þess sem notast hefur verið við leitarhunda.

Verið er að ljúka fyrstu aðgerðalotu leitarinnar en um klukkan átta hefst aðgerðalota tvö og verður í henni m.a. notast við kafara úr björgunarsveitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×