Kröfðust endurskoðunar á fiskveiðikerfinu 29. janúar 2008 14:51 MYND/GVA Stjórnarandstæðingar gagnrýndu harðlega sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnina vegna þeirrar stöðu sem upp væri komin í sjávarútvegi með tilheyrandi uppsögnum. Ráðherra sagði hins vegar að uppsagnir mætti ekki að öllu leyti rekja til niðurskurðar á þorskkvóta á síðasta ári. Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, var upphafsmaður utandagskrárumræðu um uppsagnir í fiskvinnslu og atvinnuöryggi í sjávarbyggðum. Sagði hann hrinu uppsagna í fiskvinnslu vega beina afleiðingu af þriðjungssamdrætti á þorskkvóta á síðasta ári. Fram undan væru gífurlegar breytingar í sjávarútvegi þar sem veiðiheimildir myndu sópast á fárra hendur og atvinna hverfa úr sjávarbyggðum. Það væri óbætanlegt tjón ef ekkert yrði aðhafst. Þá sagði hann störfum í sjávarútvegi hafa fækkað um sex þúsund frá því um miðjan síðasta áratug. Kristinn gagnrýndi mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar og sagði það óþarfi hjá sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórn að hafa fólk að háði og spotti með boði um að mála hús. Sagði hann að hin eina mótvægisaðgerð sem væri rétt væri að auka þorskveiðikvóta um 40 þúsund. Um aðför að sjávarbyggðunum væri að ræða með því að skerða kvótann um þriðjung næstu árin. Breyta þyrfti leikreglum í íslenskum sjávarútvegi. Ekki eingöngu rakið til kvótaskerðingar Einar K. Guðfinnsson sagði uppsagnir í fiskvinnslu grafalvarlegt mál og það hafi verið vitað að niðurskurður á þorskkvóta myndi hafa áhrif á sjávarútveginnu. Þess vegna hefði ríkisstjórnin gripið til aðgerða þótt ljóst væri að þær yrðu ekki í sjávarútvegi heldur meðal annars á sviði samgangna og fjarskipta. Markmiðið væri að styrkja sjávarbyggðir með ýmsum hætti. Benti hann á að það tækiu tíma að þessar aðgerðir skiluðu sér með beinum hætti og þá ætti eftir að útfæra aðgerðirnar betur. Sjávarútvegsráðherra sagði margar ýkjukenndar og misvísandi fréttir hafa verið sagðar af uppsögnum. Samkvæmt upplýsingum sjávarútvegsráðuneytisins hefðu um 300 manns misst vinnuna í bolfiskvinnslu að undanförnu. Benti ráðherra á að ekki væru allar uppsagnir varanlegar og sumar þeirra væru ekki komnar til framkvæmda. Þá væru dæmi um að ný fyrirtæki hefðu risið upp á grunni þeirra sem farið hefðu í gjaldþrot. Sagði ráðherra að uppsagnir væru ekki nýtt fyrirbrigði í sjávarútvegi heldur hefðu þær orðið undanfarin ár samfara skipulagsbreytingum sem fylgdu aukinni tæknivæðingu í greininni. Sagði ráðherra ljóst að hluta þeirra uppsagna sem orðið hefðu að undanförnu mætti rekja til skerðingar á þorskkvóta en það væri ekki einhlítt. Öflugasta mótvægisaðgerðin að Samfylkingin slíti stjórnarasamstarfi Atli Gíslason, þingmaður Vinstri - grænna, sagði það staðreynd að núverandi fiskveiðikerfi væri komið í gjaldþrot og þörf væri á heildarendurskoðun á kerfinu. Helsti varðhundur kerfisins hafi verið Sjálfstæðisflokkurinn sem hefði þverskallast við að breyta kerfinu og hefði svelt Hafrannsóknastofnun. Fiskveiðistefnan væri stefna einokunar, brasks og skerts einstaklingsfrelsis til atvinnu og þá hrykkju mótvægisaðgerðir engan veginn til og kæmu of seint. Sagði Atli það himinhrópandi staðreynd að öflugasta mótvægisaðgerðin væri í höndum Samfylkingarinnar sem gæti hætt samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og myndað öfluga landsbyggðarþenkjandi félagshyggjuríkisstjórn sem meirihluti væri fyrir á þingi. Gæta hags hluthafa fremur en fiskvinnslufólks Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði það erfitt fyrir landsbyggðarþingmann að fylgjast með þróuninni. Svo virtist sem sum fyrirtæki hefðu brugðist við aflasamdrættinum með harðari hætti en búast hefði mátt við og gættu fremur hags hlutahafanna en fiskvinnslufólks. Benti hann á að á fundi á Akranesi í gær, í tengslum við uppsagnir HB Granda þar í bæ, hefðu þingmenn nær allra flokka sett fram spurningar um að breyta kvótakerfinu. Sagðist Guðbjartur enn fremur telja að þau fyrirtæki sem gengju fram með þessum hætti hlytu að gjalda þess þegar kvóta væri úthlutað aftur þegar veiðar ykjust á ný. Mótvægisaðgerðir háðung og grín Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði sjávarútvegsráðherra hafa átt að koma vitinu fyrir ríkisstjórnina áður en hún hefði ákveðið að skera kvótann niður svo mikið. Framsóknarmenn hefðu varað við afleiðingunum. Spurði hann sjávarútvegsráðherra hvort ekki væri hægt að endurskoða ákvörðunina og gefa út þorskveiðiheimildir upp á 20 þúsund til að koma til móts við byggðir landsins. Þá sagði hann mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar háðung og grín sem kæmu hvergi nærri sjávarbyggðunum. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Stjórnarandstæðingar gagnrýndu harðlega sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnina vegna þeirrar stöðu sem upp væri komin í sjávarútvegi með tilheyrandi uppsögnum. Ráðherra sagði hins vegar að uppsagnir mætti ekki að öllu leyti rekja til niðurskurðar á þorskkvóta á síðasta ári. Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, var upphafsmaður utandagskrárumræðu um uppsagnir í fiskvinnslu og atvinnuöryggi í sjávarbyggðum. Sagði hann hrinu uppsagna í fiskvinnslu vega beina afleiðingu af þriðjungssamdrætti á þorskkvóta á síðasta ári. Fram undan væru gífurlegar breytingar í sjávarútvegi þar sem veiðiheimildir myndu sópast á fárra hendur og atvinna hverfa úr sjávarbyggðum. Það væri óbætanlegt tjón ef ekkert yrði aðhafst. Þá sagði hann störfum í sjávarútvegi hafa fækkað um sex þúsund frá því um miðjan síðasta áratug. Kristinn gagnrýndi mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar og sagði það óþarfi hjá sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórn að hafa fólk að háði og spotti með boði um að mála hús. Sagði hann að hin eina mótvægisaðgerð sem væri rétt væri að auka þorskveiðikvóta um 40 þúsund. Um aðför að sjávarbyggðunum væri að ræða með því að skerða kvótann um þriðjung næstu árin. Breyta þyrfti leikreglum í íslenskum sjávarútvegi. Ekki eingöngu rakið til kvótaskerðingar Einar K. Guðfinnsson sagði uppsagnir í fiskvinnslu grafalvarlegt mál og það hafi verið vitað að niðurskurður á þorskkvóta myndi hafa áhrif á sjávarútveginnu. Þess vegna hefði ríkisstjórnin gripið til aðgerða þótt ljóst væri að þær yrðu ekki í sjávarútvegi heldur meðal annars á sviði samgangna og fjarskipta. Markmiðið væri að styrkja sjávarbyggðir með ýmsum hætti. Benti hann á að það tækiu tíma að þessar aðgerðir skiluðu sér með beinum hætti og þá ætti eftir að útfæra aðgerðirnar betur. Sjávarútvegsráðherra sagði margar ýkjukenndar og misvísandi fréttir hafa verið sagðar af uppsögnum. Samkvæmt upplýsingum sjávarútvegsráðuneytisins hefðu um 300 manns misst vinnuna í bolfiskvinnslu að undanförnu. Benti ráðherra á að ekki væru allar uppsagnir varanlegar og sumar þeirra væru ekki komnar til framkvæmda. Þá væru dæmi um að ný fyrirtæki hefðu risið upp á grunni þeirra sem farið hefðu í gjaldþrot. Sagði ráðherra að uppsagnir væru ekki nýtt fyrirbrigði í sjávarútvegi heldur hefðu þær orðið undanfarin ár samfara skipulagsbreytingum sem fylgdu aukinni tæknivæðingu í greininni. Sagði ráðherra ljóst að hluta þeirra uppsagna sem orðið hefðu að undanförnu mætti rekja til skerðingar á þorskkvóta en það væri ekki einhlítt. Öflugasta mótvægisaðgerðin að Samfylkingin slíti stjórnarasamstarfi Atli Gíslason, þingmaður Vinstri - grænna, sagði það staðreynd að núverandi fiskveiðikerfi væri komið í gjaldþrot og þörf væri á heildarendurskoðun á kerfinu. Helsti varðhundur kerfisins hafi verið Sjálfstæðisflokkurinn sem hefði þverskallast við að breyta kerfinu og hefði svelt Hafrannsóknastofnun. Fiskveiðistefnan væri stefna einokunar, brasks og skerts einstaklingsfrelsis til atvinnu og þá hrykkju mótvægisaðgerðir engan veginn til og kæmu of seint. Sagði Atli það himinhrópandi staðreynd að öflugasta mótvægisaðgerðin væri í höndum Samfylkingarinnar sem gæti hætt samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og myndað öfluga landsbyggðarþenkjandi félagshyggjuríkisstjórn sem meirihluti væri fyrir á þingi. Gæta hags hluthafa fremur en fiskvinnslufólks Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði það erfitt fyrir landsbyggðarþingmann að fylgjast með þróuninni. Svo virtist sem sum fyrirtæki hefðu brugðist við aflasamdrættinum með harðari hætti en búast hefði mátt við og gættu fremur hags hlutahafanna en fiskvinnslufólks. Benti hann á að á fundi á Akranesi í gær, í tengslum við uppsagnir HB Granda þar í bæ, hefðu þingmenn nær allra flokka sett fram spurningar um að breyta kvótakerfinu. Sagðist Guðbjartur enn fremur telja að þau fyrirtæki sem gengju fram með þessum hætti hlytu að gjalda þess þegar kvóta væri úthlutað aftur þegar veiðar ykjust á ný. Mótvægisaðgerðir háðung og grín Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði sjávarútvegsráðherra hafa átt að koma vitinu fyrir ríkisstjórnina áður en hún hefði ákveðið að skera kvótann niður svo mikið. Framsóknarmenn hefðu varað við afleiðingunum. Spurði hann sjávarútvegsráðherra hvort ekki væri hægt að endurskoða ákvörðunina og gefa út þorskveiðiheimildir upp á 20 þúsund til að koma til móts við byggðir landsins. Þá sagði hann mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar háðung og grín sem kæmu hvergi nærri sjávarbyggðunum.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira