Innlent

Farbann til 12. febrúar vegna banaslyss í Reykjanesbæ

Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt farbann til 12. febrúar, yfir manni sem talinn er hafa ekið á fjögurra ára dreng í Reykjanesbæ, í byrjun desember. Drengurinn lést fljótlega eftir slysið.

Lögreglan krafðist fjögurra vikna farbanns og byggði þá kröfu meðal annars á því að beðið er eftir niðurstöðum úr DNA greiningu. Maðurinn krafðist þess hins vegar að farbanninu yrði aflétt. Báðir aðilar hafa kært úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×