Innlent

Þriggja bíla árekstur í Fossvogi

MYND/Róbert

Umferðarslys varð við bensínstöð N1 á Kringlumýrarbraut í Fossvogi fyrir stundu. Þar rákust saman þrír fólksílar sem allir voru á leið í suðurátt, það er í átt til Kópavogs.

Lögregla og sjúkralið eru á vettvangi og hafa ekki borist fréttir af alvarlegum slysum á fólki. Lögregla átti í nokkrum vandræðum með að komast á vettvang enda er umferð í borginni þung. Nokkrar umferðartafir munu vera á Kringlumýrarbrautinni vegna þessa.

Lögregla segir að talsvert hafi verið um árekstra í borginni í dag og að líkindum má rekja það til lúmskrar hálku. Lögregla biður ökumenn að fara varlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×