Verk Warhols bönnuð í Kína 24. júlí 2008 04:00 Myndlist Verk Andys Warhol má ekki sýna í Kína í ágúst. Danska galleríið Faurschou sem er nýbúið að opna útibú í Peking hugðist opna þar sýningu á verkum Andys Warhol en er nú lent í útistöðum við yfirvöld. Verkin, sem safnað var víða og eru alls 38, eru föst í tolli. Helmingur þeirra eru andlitsmyndir af íþróttafólki úr seríu sem sýnd var hér í Gallerí Fold fyrir fáum árum. Galleríið sem er virt og selur meðal annars verk Ólafs Elíassonar hefur þegar prentað sýningarskrá og sent út boðsmiða. Yfirvöld í Kína segja list eftir kínverska listamenn eiga að vera á boðstólum þetta sumar. Framvarðarhreyfing þeirra er reyndar undir miklum áhrifum frá Warhol, en yfirvöldum er ekki haggað. Þau vilja ekki heimila uppsetningu verkanna „af öryggisástæðum". Hin óopinbera skýring mun vera sú að nýja útibúið er í hverfi nærri gömlu verksmiðjuhverfi sem nú hýsir vinnustofur listamanna og kallast 798. Það er í dag einn helsti viðkomustaður ferðamanna. Viðbrögð stjórnvalda minna á að eftir tónleika Bjarkar í Sjanghæ í mars var hert verulega á kröfum til aðkomulistamanna að þeir skipti sér ekki af innanríkismálum. Faurschou hafa loforð um að geta sett sýninguna upp í byrjun september. Í síðustu viku var tveimur belgískum galleríeigendum gert að loka búð nema þeir sýndu einvörðungu verk kínverskra listamanna í sínu galleríi. Fjöldi erlendra gallería hefur nú opnað útibú eða aðalstöðvar í Peking enda gerast kínverskir auðmenn æ frekari í söfnun á myndlist á heimsmarkaði. Væntanlega munu opinberir íslenskir gestir sækja þetta hverfi heim í heimsóknum sínum í næsta mánuði, en þar fá þeir ekki að sjá neitt af verkum Andys Warhol. Þau verða herra Ólafur og Þorgerður Katrín að sjá annars staðar. Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Danska galleríið Faurschou sem er nýbúið að opna útibú í Peking hugðist opna þar sýningu á verkum Andys Warhol en er nú lent í útistöðum við yfirvöld. Verkin, sem safnað var víða og eru alls 38, eru föst í tolli. Helmingur þeirra eru andlitsmyndir af íþróttafólki úr seríu sem sýnd var hér í Gallerí Fold fyrir fáum árum. Galleríið sem er virt og selur meðal annars verk Ólafs Elíassonar hefur þegar prentað sýningarskrá og sent út boðsmiða. Yfirvöld í Kína segja list eftir kínverska listamenn eiga að vera á boðstólum þetta sumar. Framvarðarhreyfing þeirra er reyndar undir miklum áhrifum frá Warhol, en yfirvöldum er ekki haggað. Þau vilja ekki heimila uppsetningu verkanna „af öryggisástæðum". Hin óopinbera skýring mun vera sú að nýja útibúið er í hverfi nærri gömlu verksmiðjuhverfi sem nú hýsir vinnustofur listamanna og kallast 798. Það er í dag einn helsti viðkomustaður ferðamanna. Viðbrögð stjórnvalda minna á að eftir tónleika Bjarkar í Sjanghæ í mars var hert verulega á kröfum til aðkomulistamanna að þeir skipti sér ekki af innanríkismálum. Faurschou hafa loforð um að geta sett sýninguna upp í byrjun september. Í síðustu viku var tveimur belgískum galleríeigendum gert að loka búð nema þeir sýndu einvörðungu verk kínverskra listamanna í sínu galleríi. Fjöldi erlendra gallería hefur nú opnað útibú eða aðalstöðvar í Peking enda gerast kínverskir auðmenn æ frekari í söfnun á myndlist á heimsmarkaði. Væntanlega munu opinberir íslenskir gestir sækja þetta hverfi heim í heimsóknum sínum í næsta mánuði, en þar fá þeir ekki að sjá neitt af verkum Andys Warhol. Þau verða herra Ólafur og Þorgerður Katrín að sjá annars staðar.
Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira