Innlent

Árni Friðriksson til loðnuleitar í dag

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur í dag til loðnuleitar norðaustur af landinu þar sem fjögur skip hafa verið að veiðum síðan á föstudag.

Að sögn skipstjórnarmanna er loðnan fremur smá en hennar verður vart á nokkuð stóru svæði og kann stærri loðna að vera einhvers staðar á svæðinu.

Skipin eru nú norðaustur af Langanesi og er loðnan á hraðri leið í suðurátt með fram Austfjörðunum. Búist er við fleiri skipum á miðin á næstunni. Nokkur fjölveiðiskip eru þó enn að klára síldarkvóta sína í Grundarfirði, en halda því næst á loðnuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×