Enski boltinn

Wise elti 13 ára grjótkastara

Drengnum hefur væntanlega brugðið þegar Wise elti hann
Drengnum hefur væntanlega brugðið þegar Wise elti hann NordicPhotos/GettyImages

Dennis Wise, stjóri Leeds á Englandi, hefur verið yfirheyrður af lögreglu eftir viðskipti sín við 13 ára gamlan grjótkastara í Leeds á nýársdag.

Wise hafði verið úti að borða með fjölskyldu sinni þegar hópur ungmenna kastaði steinum að bifreið hans. Wise brást illa við og elti einn af drengjunum, en náði ekki að halda honum.

Báðir aðilar hafa verið yfirheyrðir af lögreglu vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×