Innlent

Vankaður af lyfjum undir stýri

Lögreglan í Árnessýslu tók tvo ökumenn ur umferði í nótt þar sem þeir höfðu neytt fíkniefna eða lyfja, annan í Hveragerði og hinn á Selfossi.

Annar var svo vankaður af lyfjum að ekki þótti hættandi á að sleppa honum að lokinni sýnatöku af ótta við að hann færi sér að voða og var hann hýstur í fangageymslum sem gestur.

Þá stöðvaði Blönduósslögreglan ökumann í nótt sem reyndist undir áhrifum fíkniefna og lagði auk þess hald á fíkniefni í fórum farþega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×