Ljósmyndari þjóðarinnar 26. september 2008 04:30 Eiríkur Sigmundsson, bóndi í Fagranesi á Reykjaströnd, við bjargsig í Drangey með uppgjörðan vað á öxlum. 1938. Á laugardag verður opnuð í Þjóðminjasafninu sýning á ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá árunum 1928-1958 en á því tímabili var hann einn afkastamesti ljósmyndari landsins. Á sýningunni má meðal annars sjá landslagsmyndir, myndir unnar fyrir heimssýninguna í New York 1939, myndir af fólkinu í landinu við leik og störf auk mynda frá ferðum Vigfúsar innanlands með tveimur fyrstu forsetum lýðveldisins. Framlag Vigfúsar Sigurgeirssonar (1900-1984) til íslenskrar menningarsögu er margþætt. Hann var einn fremsti ljósmyndari Íslendinga um miðbik 20. aldar og frumkvöðull í íslenskri kvikmyndagerð. Ljósmyndir Vigfúsar voru sýndar í Hamborg, New York, Kaupmannahöfn og Reykjavík. Ljósmyndabók hans, Ísland í myndum, var fyrsta ljósmyndabók eftir Íslending og hann varð einnig fyrstur Íslendinga til að gefa út bók með ljósmyndum í lit. Íslandskvikmynd hans var sýnd á heimssýningunni í New York 1939, en kunnastar af kvikmyndum hans eru leiknu þjóðháttamyndirnar Í jöklanna skjóli og Í dagsins önn. Mynd hans fyrir heimssýninguna er því miður ekki tiltæk í sýningarhæfu, hreinsuðu eintaki en hún er varðveitt á kvikmyndasafni. Í tengslum við sýninguna verður gefin út bók um Vigfús Sigurgeirsson sem ritstýrt er af sýningarhöfundi, Ingu Láru Baldvinsdóttur. Bókin hefur að geyma fimm greinar eftir sérfræðinga á ýmsum sviðum: Ágúst Ólafur Georgsson, fagstjóri þjóðháttasafns við Þjóðminjasafn Íslands, skrifar um þjóðháttakvikmyndir Vigfúsar, dr. Christiane Stahl, forstöðukona Alfred Ehrhardt Stiftung í Köln, fjallar um sýningu hans í Þýskalandi 1935 og áhrif þýskra ljósmyndara á feril hans eftir þá dvöl; Íris Ellenberger sagnfræðingur skrifar ritgerð um landkynningarvakninguna 1935-1940 og hlut Vigfúsar í henni; Linda Ásdísardóttir, safnvörður við Byggðasafn Árnesinga, fjallar um náttúrumyndir hans og dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, leggur til bókarinnar greiningu á myndgerð ríkisvaldsins í forsetamyndum Vigfúsar. Í bókinni er jafnframt birt nýtt úrval ljósmynda eftir Vigfús, en slíkt úrval hefur ekki verið gefið út áður og gefur þar að líta þverskurð af framlagi hans til ljósmyndunar hér á landi. Sýningin og bókin sem henni fylgir hefur verið langan tíma í undirbúningi því Vigfús er eitt af stóru nöfnunum í íslenskri ljósmyndun og framlag hans sem dokumentarista er ekki enn metið til fulls. Utan þess að ganga frá eigin myndum vann hann sem tökumaður og á ýmislegt efni sem öðrum heimildarmyndahöfundum hefur nýst. Með útgáfu þessarar bókar vill Þjóðminjasafn Íslands varpa ljósi á störf Vigfúsar sem ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns. Bókin verður til sölu í safnbúð Þjóðminjasafnsins og í helstu bókaverslunum, en sýningin er opin til 31. desember. Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Á laugardag verður opnuð í Þjóðminjasafninu sýning á ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá árunum 1928-1958 en á því tímabili var hann einn afkastamesti ljósmyndari landsins. Á sýningunni má meðal annars sjá landslagsmyndir, myndir unnar fyrir heimssýninguna í New York 1939, myndir af fólkinu í landinu við leik og störf auk mynda frá ferðum Vigfúsar innanlands með tveimur fyrstu forsetum lýðveldisins. Framlag Vigfúsar Sigurgeirssonar (1900-1984) til íslenskrar menningarsögu er margþætt. Hann var einn fremsti ljósmyndari Íslendinga um miðbik 20. aldar og frumkvöðull í íslenskri kvikmyndagerð. Ljósmyndir Vigfúsar voru sýndar í Hamborg, New York, Kaupmannahöfn og Reykjavík. Ljósmyndabók hans, Ísland í myndum, var fyrsta ljósmyndabók eftir Íslending og hann varð einnig fyrstur Íslendinga til að gefa út bók með ljósmyndum í lit. Íslandskvikmynd hans var sýnd á heimssýningunni í New York 1939, en kunnastar af kvikmyndum hans eru leiknu þjóðháttamyndirnar Í jöklanna skjóli og Í dagsins önn. Mynd hans fyrir heimssýninguna er því miður ekki tiltæk í sýningarhæfu, hreinsuðu eintaki en hún er varðveitt á kvikmyndasafni. Í tengslum við sýninguna verður gefin út bók um Vigfús Sigurgeirsson sem ritstýrt er af sýningarhöfundi, Ingu Láru Baldvinsdóttur. Bókin hefur að geyma fimm greinar eftir sérfræðinga á ýmsum sviðum: Ágúst Ólafur Georgsson, fagstjóri þjóðháttasafns við Þjóðminjasafn Íslands, skrifar um þjóðháttakvikmyndir Vigfúsar, dr. Christiane Stahl, forstöðukona Alfred Ehrhardt Stiftung í Köln, fjallar um sýningu hans í Þýskalandi 1935 og áhrif þýskra ljósmyndara á feril hans eftir þá dvöl; Íris Ellenberger sagnfræðingur skrifar ritgerð um landkynningarvakninguna 1935-1940 og hlut Vigfúsar í henni; Linda Ásdísardóttir, safnvörður við Byggðasafn Árnesinga, fjallar um náttúrumyndir hans og dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, leggur til bókarinnar greiningu á myndgerð ríkisvaldsins í forsetamyndum Vigfúsar. Í bókinni er jafnframt birt nýtt úrval ljósmynda eftir Vigfús, en slíkt úrval hefur ekki verið gefið út áður og gefur þar að líta þverskurð af framlagi hans til ljósmyndunar hér á landi. Sýningin og bókin sem henni fylgir hefur verið langan tíma í undirbúningi því Vigfús er eitt af stóru nöfnunum í íslenskri ljósmyndun og framlag hans sem dokumentarista er ekki enn metið til fulls. Utan þess að ganga frá eigin myndum vann hann sem tökumaður og á ýmislegt efni sem öðrum heimildarmyndahöfundum hefur nýst. Með útgáfu þessarar bókar vill Þjóðminjasafn Íslands varpa ljósi á störf Vigfúsar sem ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns. Bókin verður til sölu í safnbúð Þjóðminjasafnsins og í helstu bókaverslunum, en sýningin er opin til 31. desember.
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira