Enski boltinn

Adams hættir ef stjörnurnar verða seldar

NordicPhotos/GettyImages

Tony Adams hefur hótað að hætta starfi sínu sem knattspyrnustjóri Portsmouth ef eigandi félagsins ætlar sér að selja leikmenn á borð við Jermain Defoe frá félaginu.

"Jermain Defoe heldur mér í starfinu með mörkum sínum en ég er viss um að stóru félögin eiga eftir að vilja kaupa hann. Það kemur ekki til greina því ég vil halda honum. Eigandinn hefur sýnt mér stuðning en þó ég hafi ekki gert mál úr því - hef ég sagt honum að ég vilji ekki starfið ef ég fæ ekki að halda í þá leikmenn sem ég hef úr að moða hérna," var haft eftir Adams í fjölmiðlum.

Hann lýsti því jafnframt yfir að hann nyti fullkomins stuðnings Alexandre Gaydamak eiganda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×