Innlent

Kynbundinn launamunur er 19,5 prósent

Kynbundinn launamunur á heildarlaunum, þegar tekið hefur verið tillit til vinnutíma, starfs, menntunar, aldurs, atvinnugreinar, ábyrgðar í starfi og hvort fólk er sjálfstætt starfandi eða launþegar, er 19,5%, samkvæmt launarannsókn, sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir félagsmálaráðuneyti. Þetta kemur fram á heimasíðu Jafnréttisstofu.

,,Um er að ræða fyrstu launarannsóknina, sem nær yfir allan vinnumarkaðinn hér á landi en fyrri rannsóknir hafa verið bundnar við einstök stéttarfélög, fyrirtæki eða stofnanir."

Fram kemur í rannsókninni að meiri kynbundinn launamunur er á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöðurnar sýna, að konur í fullu starfi eru með 77% af grunnlaunum karla í fullu starfi og 74% af heildarlaunum þeirra. Að jafnaði eru karlar með lengri vinnutíma en konur og að teknu tilliti til vinnutíma eru konur með 84% af launum karla.

Á landsbyggðinni hafa konur, sem starfa í opinbera geiranum, 69% af heildartímalaunum karla, sem starfa á sama sviði. Leiðréttur kynbundinn launamunur á heildarlaunum á höfuðborgarsvæðinu er 10,3%.

Þá eru heildartímalaun karla á höfuðborgarsvæðinu 16% hærri en karla á landsbyggðinni og heildartímalaun kvenna á höfuðborgarsvæðinu eru 29% hærri en kvenna á landsbyggðinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.