Innlent

Allar stofnbrautir í Vestmannaeyjum færar

Bæjarstarfsmenn í Vestmannaeyjum hafa unnið hörðum höndum við snjómokstur síðan klukkan þrú í nótt og má nú heita að allar stofnbrautir í bænum séu orðnar færar.

Mikil ófærð er hinsvegar víða í húsagötum. Það er mál manna í Eyjum að þetta sé meira fannfergi en gerði þar árið 1968 og eru skaflar allt að fimm metra djúpir.

Nú er kyrrt veður í Eyjum en búast má við skafrenningi og ófærð á ný, ef vind hreyfir eitthvað alveg á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×