Lífið

Árlegir styrktartónleikar fyrir BUGL

Lionsklúbburinn Fjörgyn stendur fyrir tónleikum til styrktar BUGL, barna og unglingageðdeild Landspítalans, í Grafarvogskirkju á morgun, 13.nóvember. Fjöldi listamanna gefur vinnu sína á tónleikunum en þeir eru árlegur viðburður og frá árinu 2003 hafa átta milljónir króna safnast með þessum hætti.

Þeir listamenn sem koma fram á tónleikunum á morgun eru:

Kristján Kristjánsson (KK), Hörður Torfason, Egill Ólafsson, Gissur Páll Gissurarson, Jóhann Friðgeir Validmarsson, Lay Low, Óskar Pétursson, Örn Árnason, Páll Óskar og Monika, Raggi Bjarna, Páll Rósinkranz, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Stefán Hilmarsson, Jónas Þórir, Hjörleifur Valsson, Vadim Fedorov, Ellen Kristjánsdóttir, Eyþór Gunnarsson. Karlakór Reykjavíkur og Voces Masculorum.

Felix Bergsson mun verða kynnir kvöldsins.

Miðasala fer fram í:

Olísverslunum í Álfheimum, á Gullinbrú og Norðlingaholti.

N1 Ártúnshöfða, Bíldshöfða og Gagnveg.

Í Grafarvogskirkju frá kl. 16 á tónleikadaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×