Innlent

Kýldi tönn úr manni fyrir að káfa á kærustunni

Árásin átti sér stað á Thorvaldsen bar.
Árásin átti sér stað á Thorvaldsen bar.

Karlmaður var í dag dæmdur í 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá tönn úr öðrum manni á skemmtistaðnum Thorvaldsen í Reykjavík. Maðurinn hélt því fram að fórnarlambið hefði káfað á kynfærum kærustu sinnar. Fórnarlambið sagðist hafa ruglast á kærustum.

Fórnarlambið var á dansgólfinu þegar hann greip utan um stúlku sem hann taldi vera kærustu sína. Í ljós kom síðan að þar var röng stúlka á ferðinni. Hann greindi réttu kærustu sinni frá þessu en stuttu síðar var pikkað í öxlina á honum.

Hann snéri sér þá við og fékk þungt hnefahögg í andlitið. Við það missti hann tönn og gleraugun fuku af honum.

Maðurinn var sem fyrr segir dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi en þurfti einnig að greiða fórnarlambinu 140.000 krónur í miskabætur auk 60.000 króna í málskostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×