Vinsæll bloggari gefur út bók 2. október 2008 07:00 „Ég notaðist mest við það sem ég skrifaði á blogginu og lokaði því fyrir þær færslur, en ég breytti auðvitað miklu og bætti líka inn nýju efni,“ segir Jóna um bók sína Sá einhverfi og við hin. „Ég ætlaði mér alltaf að verða rithöfundur," segir Jóna Ágústa Gísladóttir, höfundur bókarinnar Sá einhverfi og við hin, sem kemur út í lok október. Bókin er að stórum hluta byggð á bloggfærslum Jónu en hún heldur úti bloggsíðunni jonaa.blog.is þar sem hún skrifar um fjölskyldu sína og lífið með syni sínum Ian Anthony sem er einhverfur. „Ég byrjaði að blogga í mars 2007 til að reyna að örva sjálfa mig til að skrifa, svo breyttist þetta blogg mitt alveg óvart í dagbók um fjölskylduna. Tómas hjá Sögum útgáfu hafði svo samband við mig í febrúar á þessu ári eftir að hann hafði fengið ábendingu um síðuna mína og þá fór ferlið af stað," útskýrir Jóna sem fær um tvö þúsund heimsóknir á bloggsíðu sína daglega. „Fjölskyldan er mjög spennt. Bókin hefur verið borin undir hana og hlutirnir verið samþykktir af systkinum hans og fleirum, en Ian hefur ekki skilning á því að bókin sé að koma út," segir Jóna sem hefur þrátt fyrir fjölda jákvæðra athugasemda sætt vissri gagnrýni á bloggsíðu sinni. „Þegar ég fór að tala um son minn sem „hinn einhverfa" fannst sumum ég vera vond, en ég held að það hafi verið nafngiftin sem fór fyrir brjóstið á fólki. Ég er búin undir að bókin geti orðið umdeild, en ég held að hún muni snerta hjörtun í fólki, þá sérstaklega hjörtu foreldra og vona að hún fái góðar viðtökur," segir Jóna og stefnir að því að gefa næst út skáldsögu. „Nú þegar ég er komin með útgefanda neyðist hann til að lesa handrit að skáldsögu fyrir næstu jól," segir Jóna að lokum og hlær. - ag Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég ætlaði mér alltaf að verða rithöfundur," segir Jóna Ágústa Gísladóttir, höfundur bókarinnar Sá einhverfi og við hin, sem kemur út í lok október. Bókin er að stórum hluta byggð á bloggfærslum Jónu en hún heldur úti bloggsíðunni jonaa.blog.is þar sem hún skrifar um fjölskyldu sína og lífið með syni sínum Ian Anthony sem er einhverfur. „Ég byrjaði að blogga í mars 2007 til að reyna að örva sjálfa mig til að skrifa, svo breyttist þetta blogg mitt alveg óvart í dagbók um fjölskylduna. Tómas hjá Sögum útgáfu hafði svo samband við mig í febrúar á þessu ári eftir að hann hafði fengið ábendingu um síðuna mína og þá fór ferlið af stað," útskýrir Jóna sem fær um tvö þúsund heimsóknir á bloggsíðu sína daglega. „Fjölskyldan er mjög spennt. Bókin hefur verið borin undir hana og hlutirnir verið samþykktir af systkinum hans og fleirum, en Ian hefur ekki skilning á því að bókin sé að koma út," segir Jóna sem hefur þrátt fyrir fjölda jákvæðra athugasemda sætt vissri gagnrýni á bloggsíðu sinni. „Þegar ég fór að tala um son minn sem „hinn einhverfa" fannst sumum ég vera vond, en ég held að það hafi verið nafngiftin sem fór fyrir brjóstið á fólki. Ég er búin undir að bókin geti orðið umdeild, en ég held að hún muni snerta hjörtun í fólki, þá sérstaklega hjörtu foreldra og vona að hún fái góðar viðtökur," segir Jóna og stefnir að því að gefa næst út skáldsögu. „Nú þegar ég er komin með útgefanda neyðist hann til að lesa handrit að skáldsögu fyrir næstu jól," segir Jóna að lokum og hlær. - ag
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira