„Ég er enginn kynþáttahatari“ Breki Logason skrifar 14. maí 2008 12:05 Magnús Þór Hafsteinsson „Ég er enginn kynþáttahatari og ég er ekki vondur maður. Ég er einungis að sinna mínum skyldum og forgangsraða fyrir fólkið sem kaus mig," segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins og formaður félagsmálaráðs Akranes. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík sakaði Magnús um kynþáttahatur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Magnús ætlar ekki að sitja undir þessum ásökunum og hyggst hafa samband við lögmann. Björk sagði að í ljósi þess að Magnúsi hefur komið til Palestínu og kynnt sér málefni flóttafólks gæti hann ekki brugðið fyrir sig fáfræði. „Því hljóta þetta að vera aðrar hvatir," sagði Björk og var spurði í kjölfarið hvort hún ætti við kynþáttahatur. „Já,já það er bara kynþáttahatur." Aðdragandi þessara orða Bjarkar snerta hugsanlega komu 50 flóttamanna frá Palestínu hingað til lands en biðlað var til Akranesbæjar að taka á móti þeim. Magnús hefur sett spurningarmeki við komu þessara flóttamanna enda sé velferðarkerfið á Akranesi nú þegar útþanið. „Mér þætti vænt um að heyra rök fyrir þessum orðum hennar og ætla að hafa samband við lögmann vegna þeirra. Ég ætla ekkert að sitja undir því að annar stjórnmálamaður kalli mig kynþáttahatara," segir Magnús sem er til í að skoða fjárstuðning frá sveitarfélaginu á alþjóðavettvangi. „Ég er einnig til í að skoða það að taka á móti flóttamönnum en undirbúningstíminn verður að vera miklu lengri." Björk sagði einnig í morgun að Magnús væri að vinna gegn stefnu Frjálslyndaflokksins þar sem í henni kæmi fram að það eigi að taka á móti flóttafólki. Magnús segir þetta rangt hjá borgarfulltrúanum. Hann segir að í stefnu flokksins segi að Ísland eigi ekki að skorast undan málefnum flóttafólks og bendir á að stuðningur á erlendum vettvangi falli undir það. „Í dag eru fimm milljónir palestínskra flóttamanna í heiminum og það er verið að tala um að eyða 150 milljónum í 50 einstaklinga. Það er hægt að gera svo miklu meira fyrir þessa peninga í flóttamannabúðum t.d á Gaza, Líbanon og fleiri stöðum." Magnús segir móttöku flóttamanna kalla á mikinn undirbúning en nú sé verið að biðja sveitarfélagið að svara því hvort þeir geti tekið á móti fyrri hópnum nú í sumar og þeim seinni að ári liðnu. „Velferðarkerfið á Akranesi er þanið til hins ítrasta í dag. Það eru 25 fjölskyldur á biðlista eftir félagslegu húsnæði. Samfylkingin í Reykjavík eða Ríkisstjórnin vita ekki hvernig staðan er í sveitarfélaginu, það vitum við hinsvegar best sjálf." Hægt er að hlusta á viðtalið við Björk Vilhelmsdóttur Í bítinu hér. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
„Ég er enginn kynþáttahatari og ég er ekki vondur maður. Ég er einungis að sinna mínum skyldum og forgangsraða fyrir fólkið sem kaus mig," segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins og formaður félagsmálaráðs Akranes. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík sakaði Magnús um kynþáttahatur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Magnús ætlar ekki að sitja undir þessum ásökunum og hyggst hafa samband við lögmann. Björk sagði að í ljósi þess að Magnúsi hefur komið til Palestínu og kynnt sér málefni flóttafólks gæti hann ekki brugðið fyrir sig fáfræði. „Því hljóta þetta að vera aðrar hvatir," sagði Björk og var spurði í kjölfarið hvort hún ætti við kynþáttahatur. „Já,já það er bara kynþáttahatur." Aðdragandi þessara orða Bjarkar snerta hugsanlega komu 50 flóttamanna frá Palestínu hingað til lands en biðlað var til Akranesbæjar að taka á móti þeim. Magnús hefur sett spurningarmeki við komu þessara flóttamanna enda sé velferðarkerfið á Akranesi nú þegar útþanið. „Mér þætti vænt um að heyra rök fyrir þessum orðum hennar og ætla að hafa samband við lögmann vegna þeirra. Ég ætla ekkert að sitja undir því að annar stjórnmálamaður kalli mig kynþáttahatara," segir Magnús sem er til í að skoða fjárstuðning frá sveitarfélaginu á alþjóðavettvangi. „Ég er einnig til í að skoða það að taka á móti flóttamönnum en undirbúningstíminn verður að vera miklu lengri." Björk sagði einnig í morgun að Magnús væri að vinna gegn stefnu Frjálslyndaflokksins þar sem í henni kæmi fram að það eigi að taka á móti flóttafólki. Magnús segir þetta rangt hjá borgarfulltrúanum. Hann segir að í stefnu flokksins segi að Ísland eigi ekki að skorast undan málefnum flóttafólks og bendir á að stuðningur á erlendum vettvangi falli undir það. „Í dag eru fimm milljónir palestínskra flóttamanna í heiminum og það er verið að tala um að eyða 150 milljónum í 50 einstaklinga. Það er hægt að gera svo miklu meira fyrir þessa peninga í flóttamannabúðum t.d á Gaza, Líbanon og fleiri stöðum." Magnús segir móttöku flóttamanna kalla á mikinn undirbúning en nú sé verið að biðja sveitarfélagið að svara því hvort þeir geti tekið á móti fyrri hópnum nú í sumar og þeim seinni að ári liðnu. „Velferðarkerfið á Akranesi er þanið til hins ítrasta í dag. Það eru 25 fjölskyldur á biðlista eftir félagslegu húsnæði. Samfylkingin í Reykjavík eða Ríkisstjórnin vita ekki hvernig staðan er í sveitarfélaginu, það vitum við hinsvegar best sjálf." Hægt er að hlusta á viðtalið við Björk Vilhelmsdóttur Í bítinu hér.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira