Innlent

Álfakóngur og álfadrottning á brennu á Valhúsahæð

Álfabrenna á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi.
Álfabrenna á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi. MYND/Stöð 2

Álfakóngur og álfadrottning leiddu brennu á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi sem kveikt var í klukkan fimm í dag. Til stóð að kveikt yrði í brennunni á gamlársdag, því var frestað vegna veðurs og ákveðið að bíða með að kveikja í henni þar til í dag.

Margt var um manninn á Valhúsahæð og var Valgeir Guðjónsson forsöngvari við brennuna. Fyrir þá sem vilja fara á brennu á höfuðborgarsvæðinu í kvöld þá verður kveikt í brennu við hesthúsin í Holtahverfi í Mosfellsbæ klukkan hálf níu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×