Phil Brown, stjóri Hull City í ensku úrvalsdeildinni, var í dag sektaður um þúsund punda og fékk aðvörun frá enska knattspyrnusambandinu vegna hegðunar sinnar þegar hans menn töpuðu 5-0 fyrir Wigan í lok ágúst.
Brown hefur gengist við því að hafa misst stjórn á sér og beðist afsökunar. Hann lét reiði sína bitna á vatnsflösku sem hann sparkaði í og þrammaði svo upp í stúku áður en dómari leiksins fékk tækifæri til að senda hann í skammarkrókinn.