Anarkistar lýsa fánaskiptunum á hendur sér Atli Steinn Guðmundsson skrifar 17. júní 2008 17:54 Slökkviliðsmenn fóru upp á þak stjórnarráðsbyggingarinnar til að koma fánamálum aftur í samt horf MYND/Björn Gíslason Íslenskir anarkistar hafa lýst yfir ábyrgð á því að þjóðfáninn var klipptur niður af flaggstöng á byggingu stjórnarráðsins og byltingarfáni Jörundar hundadagakonungs hengdur þar með honum. Vísir birti myndir af atburðunum fyrir skömmu. Tölvupóstur frá anarkistum barst fréttastofunni skömmu eftir atvikið og í kjölfarið fékk blaðamaður Vísis að taka símaviðtal við einn þeirra aðila er komu að fánaskiptunum. „Það sem Jörundur gerði var að reyna að dreifa valdinu til fólksins og það er það sem við viljum. Við viljum að fólk stjórni lífi sínu sjálft og skipuleggi samfélagið sjálft. Þetta var bara lítil byrjun," sagði þessi aðili sem kaus að koma fram nafnlaust. Tölvupósturinn sem fréttastofunni barst er birtur í heild sinni hér að neðan: „Rétt í þessu var byltingarfáni Jörundar Hundadagakonungs strengdur á fánastöng á þaki stjórnarráðsins. Þar flöktir hann ásamt íslenska fánanum sem án efa hefur vanhelgast við þessa meðferð. Þrír flatir þorskar blaka yfir íslenskum stjórnvöldum. Þó Jörundur hafi ekki verið algjör anarkisti, heldur krýnt sig sem valdhafa Íslands, var tilræði hans eina almennilega tilraunin til að koma af stéttaskiptingu og misrétti á Íslandi. Við leggjum engar sérstakar mætur á Jörund, frekar en nokkurn annan valdhafa, en metum tilraunir hans til að færa valdið frá toppi píramídanns til almennings. Fyrir það virðum við hann og höldum uppi hans heiðri, sem og allra þeirra sem berjast gegn ójöfnuði, valdníðslu og óréttlæti. Svo sat löggu-krían upp á þaki, horfði á fánana og vissi ekki hvað hún átti að gera... Að lokum vitnum við í Helga Hóseason: „Hví að hafa kristlafstusku yfir vorum hausum?" Byltingarkoss frá anarkistum!" Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Íslenskir anarkistar hafa lýst yfir ábyrgð á því að þjóðfáninn var klipptur niður af flaggstöng á byggingu stjórnarráðsins og byltingarfáni Jörundar hundadagakonungs hengdur þar með honum. Vísir birti myndir af atburðunum fyrir skömmu. Tölvupóstur frá anarkistum barst fréttastofunni skömmu eftir atvikið og í kjölfarið fékk blaðamaður Vísis að taka símaviðtal við einn þeirra aðila er komu að fánaskiptunum. „Það sem Jörundur gerði var að reyna að dreifa valdinu til fólksins og það er það sem við viljum. Við viljum að fólk stjórni lífi sínu sjálft og skipuleggi samfélagið sjálft. Þetta var bara lítil byrjun," sagði þessi aðili sem kaus að koma fram nafnlaust. Tölvupósturinn sem fréttastofunni barst er birtur í heild sinni hér að neðan: „Rétt í þessu var byltingarfáni Jörundar Hundadagakonungs strengdur á fánastöng á þaki stjórnarráðsins. Þar flöktir hann ásamt íslenska fánanum sem án efa hefur vanhelgast við þessa meðferð. Þrír flatir þorskar blaka yfir íslenskum stjórnvöldum. Þó Jörundur hafi ekki verið algjör anarkisti, heldur krýnt sig sem valdhafa Íslands, var tilræði hans eina almennilega tilraunin til að koma af stéttaskiptingu og misrétti á Íslandi. Við leggjum engar sérstakar mætur á Jörund, frekar en nokkurn annan valdhafa, en metum tilraunir hans til að færa valdið frá toppi píramídanns til almennings. Fyrir það virðum við hann og höldum uppi hans heiðri, sem og allra þeirra sem berjast gegn ójöfnuði, valdníðslu og óréttlæti. Svo sat löggu-krían upp á þaki, horfði á fánana og vissi ekki hvað hún átti að gera... Að lokum vitnum við í Helga Hóseason: „Hví að hafa kristlafstusku yfir vorum hausum?" Byltingarkoss frá anarkistum!"
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira