Með minni Suðurlandsskjálftum þrátt fyrir mikla eyðileggingu 29. maí 2008 21:03 Kortið sýnir upptök skjálftans í Grímsnesinu við Þrastalund. Suðurlandsskjálftinn í dag er með minni Suðurlandsskjálftunum síðan að mælingar hófust en nú er talið að hann hafi verið um 6,2 stig á Richters-kvarða. Venjulega losnar um spennu á hundrað ára fresti á Suðurlandsskjálftabeltinu en spennan getur þó verið að leysast úr læðingi yfir nokkra ára tímabil. Þannig urðu fimm skjálftar á svæðinu árið 1896 sem allir voru stærri en jarðskjálftinn í dag, eða á bilinu 6,5 til 6,9 stig. Árið 1912 varð síðan annar skjálfti á svæðinu upp á 7 stig. Það er því ekkert sérstaklega óvænt að stór skjálfti ríði yfir Suðurland svo stuttu eftir skjálftana árið 2000 en þeir mældust 6,5 og 6,6 stig. Allt eru þetta stærstu skjálftar sem mælst hafa hérlendis en fyrir norðan, nálægt Skjálfanda, hafa einnig mælst stórir skjálftar, sá stærsti árið 1963 á Málmeyjargrunni en hann mældist 7 stig. Ástæðan fyrir því að skjálftinn í dag olli svona mikilli eyðileggingu þrátt fyrir að vera ekki stærri en raun bar vitni var sú hversu upptök hans voru ofarlega í jarðskorpunni. Eyðilegging er þó ekki nærri eins mikil og varð í Suðurlandskjálftunum bæði árið 1784 og 1896 en þá létust nokkrir og hundruð húsa féllu. Allt bliknar þetta þó samanborið við stærsta jarðskjálfta sögunnar sem átti sér stað árið 1960 í Chile og mældist 9,5 stig. Þá létust rúmlega tvö þúsund manns og tvær milljónir manna misstu heimili sín. Aðrir nýlegir skjálftar sem hrellt hafa íbúa jarðarinnar eru einnig töluvert stærri en það sem þekkist hérlendis. Þannig var skjálftinn undan ströndum Súmötru annan dag jóla árið 2004 heil 9 stig og skjálftinn sem nýlega felldi hátt í hundrað þúsund manns í Kína mældist 7,9 stig á Richter. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
Suðurlandsskjálftinn í dag er með minni Suðurlandsskjálftunum síðan að mælingar hófust en nú er talið að hann hafi verið um 6,2 stig á Richters-kvarða. Venjulega losnar um spennu á hundrað ára fresti á Suðurlandsskjálftabeltinu en spennan getur þó verið að leysast úr læðingi yfir nokkra ára tímabil. Þannig urðu fimm skjálftar á svæðinu árið 1896 sem allir voru stærri en jarðskjálftinn í dag, eða á bilinu 6,5 til 6,9 stig. Árið 1912 varð síðan annar skjálfti á svæðinu upp á 7 stig. Það er því ekkert sérstaklega óvænt að stór skjálfti ríði yfir Suðurland svo stuttu eftir skjálftana árið 2000 en þeir mældust 6,5 og 6,6 stig. Allt eru þetta stærstu skjálftar sem mælst hafa hérlendis en fyrir norðan, nálægt Skjálfanda, hafa einnig mælst stórir skjálftar, sá stærsti árið 1963 á Málmeyjargrunni en hann mældist 7 stig. Ástæðan fyrir því að skjálftinn í dag olli svona mikilli eyðileggingu þrátt fyrir að vera ekki stærri en raun bar vitni var sú hversu upptök hans voru ofarlega í jarðskorpunni. Eyðilegging er þó ekki nærri eins mikil og varð í Suðurlandskjálftunum bæði árið 1784 og 1896 en þá létust nokkrir og hundruð húsa féllu. Allt bliknar þetta þó samanborið við stærsta jarðskjálfta sögunnar sem átti sér stað árið 1960 í Chile og mældist 9,5 stig. Þá létust rúmlega tvö þúsund manns og tvær milljónir manna misstu heimili sín. Aðrir nýlegir skjálftar sem hrellt hafa íbúa jarðarinnar eru einnig töluvert stærri en það sem þekkist hérlendis. Þannig var skjálftinn undan ströndum Súmötru annan dag jóla árið 2004 heil 9 stig og skjálftinn sem nýlega felldi hátt í hundrað þúsund manns í Kína mældist 7,9 stig á Richter.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira