Innlent

Þeir smáu kljúfa smábátasambandið

Kvótaminnstu trillukarlarnir hafa ákveðið að kljúfa sig úr Landssambandi smábátaeigenda og stofna ný samtök. Þeir segja stóru smábátasjómennina gengna í lið með LÍÚ-auðvaldinu.

Yfirlýsingar Arthurs Bogasonar, formanns Landssambandsins, í tengslum við álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á kvótakerfinu, sem Arthur taldi litlu breyta, virðast hafa fyllt mælinn hjá óánægðum smábátaeigendum.

Hallgrímur Guðmundsson sjómaður segir Landssamband smábátaeigenda orðið mótfallið hverskonar frjálsræði í fiskveiðum, hvort sem er hjá krókabátum eða í einstökum tegundum eins og ufsa. Í viðtali við Stöð 2 segir Hallgrímur að stofnun nýrra samtaka verði frágengin í lok næstu viku og að mjög stór hópur muni ganga til liðs við þau úr Landssambandi smábátaeigenda.

Hann segir Landssambandið farið að styrkja kvótakerfið og sé ekki lengur rödd þeirra kvótalitlu og kvótalausu heldur stundi nú sama málflutning og LÍÚ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×