Innlent

Aftur spáð hvassviðri eða stormi í kvöld

Sigurður Ragnarsson veðurfærðingur segir að þegar líður á daginn fer vindur vaxandi á ný af suðvestri og í kvöld má búast við hvassviðri eða stormi á landinu sunnan- og vestanverðu og á miðhálendinu.

Heldur hægari verður annars starðar. Ganga mun á með snjó eða slydduéljum víða um land, síst þó norðaustan til. Hitinn í dag verður víðast um eða yfir frostmarki með ströndum en heldur hlýnar þó með kvöldinu enda horfur á mildara veðri á morgun.

Sigurður segir að óveðrið í nótt hafi verið eitt versta fárviðri sem gengið hefur yfir sunnan og vestanvert landið í langan tíma, þar sem saman fóru gríðarlegir vindstrengir, mikil úrkoma ofaná umtalsverð snjóalög. Þá var háflóð á sama tíma. Verri verður blandan ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×