Dagur segir að enginn ætli að axla ábyrgð í REI-málinu 9. febrúar 2008 12:59 Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn segir að fyrstu viðbrögð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Sjálfstæðismanna í borgarstjórn við skýrslunni um REI veki áleitnar spurningar. Greinilegt sé að enginn þeirra ætli að axla ábyrgð í málinu "Þar ætlar enginn að axla ábyrgð. Í mínum huga segir það minnst um skýrsluna en miklu meira um plagsið í íslenskri pólitík. Ef sambærileg skýrsla hefði birst í einhverju nágrannalanda okkar hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum," segir Dagur. "Jafnvel þegar ekki þarf lengur að deila um staðreyndir hvarflar ekki að Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni eða borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins að það eigi að hafa nokkrar pólitískar afleiðingar. Ég skil vel að borgarbúar standi eftir furðu lostnir." Dagur segir einnig að það sé engin leið að henda reiður á eftiráskýringum og eftirá-eftirá-leiðréttingum sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sendir sér á hröðum flótta í veikri málsvörn. "Það sem ruglar mig þó ekki minna í ríminu er að tveir þeirra sem skrifa undir skýrsluna eru nýbúnir að klappa þennan sama Vilhjálm Þ. upp sem næsta borgarstjóra í Reykjavík," segir Dagur. "Hvernig í veröldinni getur það staðist eftir það sem á undan er gengið og hefur nú verið fest á blað? Ég get einfaldlega ekki komið þessu heim og saman. Og af hverju tekur enginn borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins símann frá fréttamönnum. Ég held að það sé vegna þess að þeir geta ekki svarað þessari spurningu: Er verjandi að hefja höfuðpaurinn í REI-málinu til æðstu virðingarstöðu í borgarpólitíkinni? Er það lærdómurinn sem Vilhjálmur, Ólafur F. Magnússon og borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins telja rétt að draga af málinu?" Dagur segir einnig að fyrir utan leyndina, pukrið og offorsið sem dregið er fram í skýrslunni er ljóst að borgarstjóri fór fram án umboðs, misfór með vald og umgekkst eigur almennings af ábyrgðarleysi. Umboðsleysið snýst ekki aðeins um hið lagalega, sem mest hefur verið til umræðu, heldur ekki síður pólitískt umboð. Vilhjálmur hafði engan í eigin flokki með sér í þessu máli. Þar varð alger trúnaðarbrestur. Erfitt er að sjá hvernig í þá bresti verður barið. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni og Vilhjálmur sjálfur verða hins vegar að eiga það við sína samvisku og borgarbúa hvernig þeir axla sín skinn. Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn segir að fyrstu viðbrögð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Sjálfstæðismanna í borgarstjórn við skýrslunni um REI veki áleitnar spurningar. Greinilegt sé að enginn þeirra ætli að axla ábyrgð í málinu "Þar ætlar enginn að axla ábyrgð. Í mínum huga segir það minnst um skýrsluna en miklu meira um plagsið í íslenskri pólitík. Ef sambærileg skýrsla hefði birst í einhverju nágrannalanda okkar hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum," segir Dagur. "Jafnvel þegar ekki þarf lengur að deila um staðreyndir hvarflar ekki að Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni eða borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins að það eigi að hafa nokkrar pólitískar afleiðingar. Ég skil vel að borgarbúar standi eftir furðu lostnir." Dagur segir einnig að það sé engin leið að henda reiður á eftiráskýringum og eftirá-eftirá-leiðréttingum sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sendir sér á hröðum flótta í veikri málsvörn. "Það sem ruglar mig þó ekki minna í ríminu er að tveir þeirra sem skrifa undir skýrsluna eru nýbúnir að klappa þennan sama Vilhjálm Þ. upp sem næsta borgarstjóra í Reykjavík," segir Dagur. "Hvernig í veröldinni getur það staðist eftir það sem á undan er gengið og hefur nú verið fest á blað? Ég get einfaldlega ekki komið þessu heim og saman. Og af hverju tekur enginn borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins símann frá fréttamönnum. Ég held að það sé vegna þess að þeir geta ekki svarað þessari spurningu: Er verjandi að hefja höfuðpaurinn í REI-málinu til æðstu virðingarstöðu í borgarpólitíkinni? Er það lærdómurinn sem Vilhjálmur, Ólafur F. Magnússon og borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins telja rétt að draga af málinu?" Dagur segir einnig að fyrir utan leyndina, pukrið og offorsið sem dregið er fram í skýrslunni er ljóst að borgarstjóri fór fram án umboðs, misfór með vald og umgekkst eigur almennings af ábyrgðarleysi. Umboðsleysið snýst ekki aðeins um hið lagalega, sem mest hefur verið til umræðu, heldur ekki síður pólitískt umboð. Vilhjálmur hafði engan í eigin flokki með sér í þessu máli. Þar varð alger trúnaðarbrestur. Erfitt er að sjá hvernig í þá bresti verður barið. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni og Vilhjálmur sjálfur verða hins vegar að eiga það við sína samvisku og borgarbúa hvernig þeir axla sín skinn.
Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira