Eigendur skemmtistaðanna Q-Bar og Barsins, þeir Ragnar Magnússon og Baldvin Samúelsson, hafa ákveðið að leyfa reykingar á stöðum sínum í kvöld. Þetta tilkynntu þeir í þættinum Ísland í dag í kvöld og sögðu það væri gert til þess kalla á umræður um galla á banni við reykingum á kaffihúsum og skemmtistöðum.
Ragnar sagði að margir staðir í miðborginni, sérstaklega þeir sem væru með slæma reykingaaðstöðu, væru á barmi gjaldþrots vegna bannsins.