Innlent

Fjölmenni á málverkasýningu sem hvergi var auglýst

Málverkasýning sem átti aðeins að vera uppi í gær í erfidrykkju Ólafar Pétursdóttur héraðsdómara, og hvergi var auglýst, dró að sér fjölmenni í Ráðhúsið í dag. Þar voru til sýnis myndir sem Ólöf málaði með munninum á síðustu mánuðum ævi sinnar eftir að hún féll af hestbaki og lamaðist fyrir átján mánuðum.

Ólöf var jarðsungin í gær. Þá var ákveðið að sýna myndir hennar í Ráðhúsinu en Ólöf var áhugamálari allt sitt líf. Eiginmaður hennar segir myndlistina hafa gefið henni mikið og því hafi aðstandendur hennar ákveðið að setja á laggirnar minningarsjóð til styrktar hreyfihömluðum sem vilja stunda þessa listgrein




Fleiri fréttir

Sjá meira


×