Innlent

Gagnrýni á borgaryfirvöld réttmæt en vandinn gamall

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir gagnrýni á borgaryfirvöld undanfarið vegna niðurníslu húsa í miðborginni að sumu leyti réttmæta en minnir á að vandinn sé ekki nýtilkominn. Hann segir eigendur húsanna ekki geta treyst því að borgaryfirvöld skeri þá niður úr snörunni með kaupum á húsunum.

Mikil óánægja hefur verið meðal borgarbúa vegna hrörlegra húsa í miðborginni. Borgaryfirvöld hafa verið gagnrýnd harðlega og nýlegasta dæmið eru orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra og fyrrverandi borgarstjóra sem sagði: ,,

Borgin líður fyrir hrossakaup og óheilindi stjórnmálamanna. Ég finn til með borginni minni og finnst þyngra en tárum taki að horfa upp á niðurlægingu hennar sem hvarvetna blasir við."

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnina að sumu leyti réttmæta. Borgaryfirvöld hafi mátt taka betur á skipulagsmálum en hins vegar megi ekki gleyma því að vandinn sé ekki nýtilkominn.

Kjartan segir að skipulagsmál miðborgarinnar hafi verið óskýr þegar sjálfstæðisflokkurinn tók við árið 2006

Margir telja eigendur húsanna vera að bíða eftir því að borgaryfirvöld kaupi húsin upp eins og gert var við Laugarveg 4 og 6. Kjartan segir eigendur húsanna ekki geta treyst því að borgin kaupi hús þeirra og losi þá þannig úr snörunni. Húseigendur hafi þær skyldur að hugsa um eignir sínar og halda þeim við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×