Innlent

Ófært vegna veðurs á Fagradal og Fjarðarheiði

Í augnablikinu er ófært veðurs á Fagradal og Fjarðarheiði á Austfjörðum. Þar er nú beðið færis og ætlunin að moka um leið og veðrið lægist.

Vopnafjarðarheiði er þungfær eins og er, og þæfingsfærð er á Möðrudalsöræfum en þarna er verið að moka.

Það er hálka á Hellisheiði en hálkublettir í Þrengslum. Annars eru vegir nánast auðir á Suðurlandi.

Á Vesturlandi er víðast hvar autt en þó er snjóþekja og éljagangur á Fróðárheiði en hálkublettir á norðanverðu Snæfellsnesi, Vatnaleið, Bröttubrekku og Svínadal.

Á Vestfjörðum er víða verið að hreinsa og mokstur stendur yfir á Steingrímsfjarðarheiði.

Vegir eru flestir auðir á Norðurlandi vestra en þó er hálka og éljagangur á Þverárfjallsvegi og hálkublettir á Vatnsskarði. Á Öxnadalsheiði er hálka og skafrenningur, en snjókoma eða éljagangur er við Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslum og víðast hvar snjóþekja eða hálka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×