Ekki á dánarbeði 25. nóvember 2008 03:00 Vesturport sýnir leikritið Hamskiptin í Ástralíu og Tasmaníu á næsta ári. „Það eru gróusögur um að við séum háð einum banka og ef hann fer þá förum við líka en það er bara ekki þannig," segir Rakel Garðarsdóttir hjá leikhópnum Vesturporti þar sem fjöldi verkefna er fram undan. „Þegar við förum á festivöl borga þau okkur fyrir að koma og síðan erum við háð því að fá frá menntamálaráðuneytinu og höfum líka verið í samstarfi við Reykjavíkurborg. Það eru margir búnir að vera góðir við okkur og það er langt í frá, þótt einn banki fari á hausinn, að við deyjum," segir Rakel og bætir við að samstarf Vesturports við Landsbankann hafi klárast áður en efnahagskreppan skall á. Nefnir hún jafnframt Bílaleigu Akureyrar sem nýjan samstarfsaðila Vesturports. Fram undan hjá leikhópnum er sýningin Dubbeldusch sem verður frumsýnd í Hafnarfjarðarleikhúsinu í janúar. Eftir það taka við sýningar á Faust í Hong Kong í febrúar og þar á eftir verður leikritið Hamskiptin sýnt í Ástralíu og Tasmaníu. Þar mun Lára Sveinsdóttir hlaupa í skarðið fyrir Nínu Dögg Filippusdóttur sem er upptekin við að leika í Don Juan í London. Gísli Örn Garðarsson, sem leikur á móti henni í Don Juan, fékk aftur á móti leyfi til að ferðast með Vesturporti og tekur hann því þátt í uppfærslunni í Ástralíu og Tasmaníu. Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Það eru gróusögur um að við séum háð einum banka og ef hann fer þá förum við líka en það er bara ekki þannig," segir Rakel Garðarsdóttir hjá leikhópnum Vesturporti þar sem fjöldi verkefna er fram undan. „Þegar við förum á festivöl borga þau okkur fyrir að koma og síðan erum við háð því að fá frá menntamálaráðuneytinu og höfum líka verið í samstarfi við Reykjavíkurborg. Það eru margir búnir að vera góðir við okkur og það er langt í frá, þótt einn banki fari á hausinn, að við deyjum," segir Rakel og bætir við að samstarf Vesturports við Landsbankann hafi klárast áður en efnahagskreppan skall á. Nefnir hún jafnframt Bílaleigu Akureyrar sem nýjan samstarfsaðila Vesturports. Fram undan hjá leikhópnum er sýningin Dubbeldusch sem verður frumsýnd í Hafnarfjarðarleikhúsinu í janúar. Eftir það taka við sýningar á Faust í Hong Kong í febrúar og þar á eftir verður leikritið Hamskiptin sýnt í Ástralíu og Tasmaníu. Þar mun Lára Sveinsdóttir hlaupa í skarðið fyrir Nínu Dögg Filippusdóttur sem er upptekin við að leika í Don Juan í London. Gísli Örn Garðarsson, sem leikur á móti henni í Don Juan, fékk aftur á móti leyfi til að ferðast með Vesturporti og tekur hann því þátt í uppfærslunni í Ástralíu og Tasmaníu.
Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira