Innlent

Gistinóttum fjölgaði um 11 prósent í fyrra

MYND/Páll Bergmann

Gistinóttum á hótelum í fyrra fjölgaði um ellefu prósent frá árinu 2006, eða úr tæplega 1,2 milljónum í rúmlega 1,3 milljónir gistinátta. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands.

Fjölgun var í öllum landsvæðum, en þó hlutfallslega mest á Suðurlandi, eða um þriðjung. Minnst var fjölgunin hlutfallslega á Norðurlandi, eða um tvö prósent, en á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gisitnóttum á hótelum um níu prósent á milli ára. Fjölgun gistinátta í fyrra tímabili má aðallega rekja til Íslendinga, um 19 prósent, og ellefu prósent til útlendinga.

Tölur Hagstofunnar leiða enn fremur í ljóst að gistinætur í desember síðastliðnum voru rúmlega 54 þúsund og fjölgaði um eitt prósent frá sama mánuði árið 2006. Fjölgunin var mest á Suðurlandi, Norðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×