Innlent

Fannst berfættur á nærklæðum með stungusár

Lögregla fékk í nótt ábendingu um mann, sem væri berfættur og á nærklæðunum einum saman að ráfa um í Hafnarfirði.

Við athugun kom í ljós að hann var með sár á fæti eftir eggvopn, sem hann sagðist hafa hlotið í öðrum bæjarhluta. Þegar þangað kom reyndist árásarmaðurinn líka særður og voru þeir báðir fluttir á slysadeild til aðhlynningar, áður en þeir voru settir í steininn til að láta renna af sér. Þeir verða yfirheyrðir með aðstoð túlks í dag




Fleiri fréttir

Sjá meira


×