Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir hátt í fjörutíu árekstra hafa verið tilkynnta til lögreglu það sem af er degi.
Ekki urðu þó alvarleg slys á fólki en í morgun urðu tveir árekstrar á sama tíma í Ártúnsbrekkunni. Annar þeirra var með sex bílum og hinn með þremur.
Lögreglan segist ekki hafa neinar skýringar á þessum fjölda árekstra en brýnir þó fyrir ökumönnum að fara varlega í umferðinni.