Eftirlitsaðilar bregðist við brotum á reykingabanni 1. febrúar 2008 17:01 MYND/GVA Heilbrigðisráðuneytið hefur sent út bréf til heilbrigðisnefnda sveitarfélaga, Vinnueftirlitsins, Flugmálastjórnar og Siglingamálastofnunar, lögregluembætta, Umhverfisstofnunar og Lýðheilsustöðvar þar sem fram kemur hvernig hægt sé að bregðast við brotum á lögum um tóbaksvarnir.Bréfið er sent í kjölfar þess að nokkrir staðir í miðbæ Reykjavíkur tóku upp á því að heimila reykingar til þess að mótmæla því að ekki mætti koma upp reykherbergjum á stöðunum. Umhverfissvið borgarinnar óskaði eftir því að ráðuneytið skýrði hvaða þvingunarúrræði væru til staðar til þess að bregðast við brotum á lögunum og hefur ráðuneytið nú sent bréf til eftirlitsaðilanna þessa efnis.Í því er bent á að meginregla laga um tóbaksvarnir sé að reykingar séu óheimilar á vinnustöðum. Þó er heimilt að hafa sérstakt afdrep fyrir tóbaksreykingar enda hafi almenningur ekki aðgang að þeim. Heimild þessi gildir jafnt fyrir stofnanir, að frátöldum heilbrigðisstofnunum og skólum, þ.e. leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum, og fyrirtæki.Ráðuneytið bendir á að samkvæmt lögum geti heilbrigðisnefndir veitt áminningu og frest til úrbóita, beitt dagsektum og svipt staði starfsleyfi. Þá geti Vinnueftirlitið krafist úrbóta og lagfæringa á ólögmætu ástandi, beitt dagsektum ef úrbótum er ekki sinnt og stöðvað vinnu eða lokað starfsemi ef í harðbakkan slær.Þá geti lögregla svipt leyfishafa rekstrarleyfi verði hann uppvís að því að misnota rekstrarleyfið eða vanrækja skyldur sem á honum hvíla samkvæmt lögunum eða öðrum lögum, þar með talið lögum um tóbaksvarnir.Beinir heilbrigðisráðuneytið því til eftirlitsstjórnvalda að bregðast við brotum á tóbaksvarnalögum í samræmi við heimildir sínar að lögum. Þá beinir ráðuneytið því sérstaklega til heilbrigðisnefnda sveitarfélaga og Vinnueftirlits ríkisins að þau tilkynni lögreglu um öll brot sem þau verða áskynja um við framkvæmd eftirlits með því að virt séu ákvæði tóbaksvarnalaga.Bréf heilbrigðisráðuneytisins má sjá hér að neðan. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið hefur sent út bréf til heilbrigðisnefnda sveitarfélaga, Vinnueftirlitsins, Flugmálastjórnar og Siglingamálastofnunar, lögregluembætta, Umhverfisstofnunar og Lýðheilsustöðvar þar sem fram kemur hvernig hægt sé að bregðast við brotum á lögum um tóbaksvarnir.Bréfið er sent í kjölfar þess að nokkrir staðir í miðbæ Reykjavíkur tóku upp á því að heimila reykingar til þess að mótmæla því að ekki mætti koma upp reykherbergjum á stöðunum. Umhverfissvið borgarinnar óskaði eftir því að ráðuneytið skýrði hvaða þvingunarúrræði væru til staðar til þess að bregðast við brotum á lögunum og hefur ráðuneytið nú sent bréf til eftirlitsaðilanna þessa efnis.Í því er bent á að meginregla laga um tóbaksvarnir sé að reykingar séu óheimilar á vinnustöðum. Þó er heimilt að hafa sérstakt afdrep fyrir tóbaksreykingar enda hafi almenningur ekki aðgang að þeim. Heimild þessi gildir jafnt fyrir stofnanir, að frátöldum heilbrigðisstofnunum og skólum, þ.e. leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum, og fyrirtæki.Ráðuneytið bendir á að samkvæmt lögum geti heilbrigðisnefndir veitt áminningu og frest til úrbóita, beitt dagsektum og svipt staði starfsleyfi. Þá geti Vinnueftirlitið krafist úrbóta og lagfæringa á ólögmætu ástandi, beitt dagsektum ef úrbótum er ekki sinnt og stöðvað vinnu eða lokað starfsemi ef í harðbakkan slær.Þá geti lögregla svipt leyfishafa rekstrarleyfi verði hann uppvís að því að misnota rekstrarleyfið eða vanrækja skyldur sem á honum hvíla samkvæmt lögunum eða öðrum lögum, þar með talið lögum um tóbaksvarnir.Beinir heilbrigðisráðuneytið því til eftirlitsstjórnvalda að bregðast við brotum á tóbaksvarnalögum í samræmi við heimildir sínar að lögum. Þá beinir ráðuneytið því sérstaklega til heilbrigðisnefnda sveitarfélaga og Vinnueftirlits ríkisins að þau tilkynni lögreglu um öll brot sem þau verða áskynja um við framkvæmd eftirlits með því að virt séu ákvæði tóbaksvarnalaga.Bréf heilbrigðisráðuneytisins má sjá hér að neðan.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira