Kynbundnum launamun eytt hjá Akureyrarbæ 1. febrúar 2008 10:38 Ekki er marktækur munur á launum karla og kvenna hjá Akureyrarbæ, ef tekið er tillit til starfs, starfssviðs, aldurs, starfsaldurs og vinnutíma. Þetta kemur fram í könnun sem bærinn fól Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri að gera síðasta vor. Könnunin var kynnt í bæjarráði í gær. „Samskonar könnun sem gerð var árið 1998 hafði leitt í ljós að konur voru að meðaltali með 6% lægri dagvinnulaun og 8% lægri heildarlaun, þ.e. óútskýrður kynbundinn launamunur körlum í hag," segir í tilkynningu frá Akureyrarbæ. Í samantekt könnunarinnar kemur fram að dagvinnulaun karla og kvenna eru mjög lík. „Helmingur karla hefur 184 þúsund eða minna á mánuði í dagvinnulaun og helmingur þeirra meira en það. Meðaldagvinnulaun karla eru nokkuð hærri en miðgildið eða 212 þúsund á mánuði. Helmingur kvenna hefur 188 þúsund á mánuði í dagvinnulaun eða minna og helmingur kvenna meira en það. Meðal- dagvinnulaun kvenna eru 208 þúsund á mánuði." „Karlar hafa að meðaltali hærri heildarlaun en konur. Helmingur karla hefur 308 þúsund eða minna á mánuði í heildarlaun og helmingur karla meira en það. Meðalheildar¬laun karla eru 332 þúsund á mánuði. Helmingur kvenna hefur 263 þúsund á mánuði í heildarlaun eða minna og helmingur kvenna meira en það. Meðalheildarlaun kvenna eru 274 þúsund á mánuði. " „Í gegnum tíðina hafa kannanir sýnt fram á að það er frekar í aukagreiðslum (yfirvinnu, vaktaálagi og fl.) sem launamunur kynja kemur í ljós," segir einnig. „Aukagreiðslur eru nokkuð hátt hlutfall af heildarlaunum starfsmanna eða að meðaltali rúm 22% heildarlauna. Hlutfallið er þó nokkuð hærra hjá körlum en konum eða rúm 46% á móti um 14% hjá konum. Stærstur hluti aukagreiðslna hjá Akureyrarbæ er tilkominn vegna skráðrar yfirvinnu en síðan koma vaktavinnuálagsgreiðslur. Eftir gagngera endurskoðun á launagreiðslum starfsmanna Akureyrarbæjar á árunum 2005-2007 er eingöngu greidd yfirvinna samkvæmt tímaskráningum og hvergi er um fastar yfirvinnugreiðslur eða akstur að ræða. Karlar virðast því áfram sækja meira í vaktavinnustörf eða störf þar sem þörf er á yfirvinnu. Tekið skal fram að Akureyrarbær hefur þegar sett þak á unna yfirvinnu sinna starfsmanna m.t.t. fjölskyldustefnu bæjarins og hefur því markmiði verið náð á flestum stöðum." Þess ber að geta að konur eru tæp 79% starfsmanna Akureyrarbæjar en karlar aðeins rúmlega 21%. Konur eru um 63% af 80 helstu stjórnendum Akureyrarbæjar. „Þennan góða árangur má að miklu leyti þakka gagngerri endurskoðun á launakerfi Akureyrarbæjar ásamt þátttöku bæjarins í vinnu við nýtt starfsmatskerfi sveitarfélaganna," segir í tilkynningunni. „Ljóst var eftir niðurstöður launakönnunarinnar frá 1998 að vinna þyrfti markvisst að því að jafna laun kynjanna. Settur var á laggirnar þverpólitískur vinnuhópur um endurskoðun launakerfisins sem hafði það hlutverk að skoða sérstaklega yfirvinnu og aðrar aukagreiðslur. Í ljós kom að málum var misjafnlega háttað og sums staðar var t.d. greidd föst óunnin yfirvinna meðan annars staðar var yfirvinna eingöngu greidd samkvæmt skráningum. Í framhaldinu voru teknar þær erfiðu ákvarðanir að einungis yrði greitt fyrir skráða yfirvinnu og allar fastar akstursgreiðslur og aðrar aukagreiðslur voru afnumdar. Í kjölfarið fylgdi mikil vinna sem leitt hefur til þeirrar góðu niðurstöðu sem launakönnun RHA nú sýnir. Það virðist því ljóst að með góðum vilja, mikilli vinnu og eljusemi er hægt að eyða kynbundnum launamun." Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Ekki er marktækur munur á launum karla og kvenna hjá Akureyrarbæ, ef tekið er tillit til starfs, starfssviðs, aldurs, starfsaldurs og vinnutíma. Þetta kemur fram í könnun sem bærinn fól Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri að gera síðasta vor. Könnunin var kynnt í bæjarráði í gær. „Samskonar könnun sem gerð var árið 1998 hafði leitt í ljós að konur voru að meðaltali með 6% lægri dagvinnulaun og 8% lægri heildarlaun, þ.e. óútskýrður kynbundinn launamunur körlum í hag," segir í tilkynningu frá Akureyrarbæ. Í samantekt könnunarinnar kemur fram að dagvinnulaun karla og kvenna eru mjög lík. „Helmingur karla hefur 184 þúsund eða minna á mánuði í dagvinnulaun og helmingur þeirra meira en það. Meðaldagvinnulaun karla eru nokkuð hærri en miðgildið eða 212 þúsund á mánuði. Helmingur kvenna hefur 188 þúsund á mánuði í dagvinnulaun eða minna og helmingur kvenna meira en það. Meðal- dagvinnulaun kvenna eru 208 þúsund á mánuði." „Karlar hafa að meðaltali hærri heildarlaun en konur. Helmingur karla hefur 308 þúsund eða minna á mánuði í heildarlaun og helmingur karla meira en það. Meðalheildar¬laun karla eru 332 þúsund á mánuði. Helmingur kvenna hefur 263 þúsund á mánuði í heildarlaun eða minna og helmingur kvenna meira en það. Meðalheildarlaun kvenna eru 274 þúsund á mánuði. " „Í gegnum tíðina hafa kannanir sýnt fram á að það er frekar í aukagreiðslum (yfirvinnu, vaktaálagi og fl.) sem launamunur kynja kemur í ljós," segir einnig. „Aukagreiðslur eru nokkuð hátt hlutfall af heildarlaunum starfsmanna eða að meðaltali rúm 22% heildarlauna. Hlutfallið er þó nokkuð hærra hjá körlum en konum eða rúm 46% á móti um 14% hjá konum. Stærstur hluti aukagreiðslna hjá Akureyrarbæ er tilkominn vegna skráðrar yfirvinnu en síðan koma vaktavinnuálagsgreiðslur. Eftir gagngera endurskoðun á launagreiðslum starfsmanna Akureyrarbæjar á árunum 2005-2007 er eingöngu greidd yfirvinna samkvæmt tímaskráningum og hvergi er um fastar yfirvinnugreiðslur eða akstur að ræða. Karlar virðast því áfram sækja meira í vaktavinnustörf eða störf þar sem þörf er á yfirvinnu. Tekið skal fram að Akureyrarbær hefur þegar sett þak á unna yfirvinnu sinna starfsmanna m.t.t. fjölskyldustefnu bæjarins og hefur því markmiði verið náð á flestum stöðum." Þess ber að geta að konur eru tæp 79% starfsmanna Akureyrarbæjar en karlar aðeins rúmlega 21%. Konur eru um 63% af 80 helstu stjórnendum Akureyrarbæjar. „Þennan góða árangur má að miklu leyti þakka gagngerri endurskoðun á launakerfi Akureyrarbæjar ásamt þátttöku bæjarins í vinnu við nýtt starfsmatskerfi sveitarfélaganna," segir í tilkynningunni. „Ljóst var eftir niðurstöður launakönnunarinnar frá 1998 að vinna þyrfti markvisst að því að jafna laun kynjanna. Settur var á laggirnar þverpólitískur vinnuhópur um endurskoðun launakerfisins sem hafði það hlutverk að skoða sérstaklega yfirvinnu og aðrar aukagreiðslur. Í ljós kom að málum var misjafnlega háttað og sums staðar var t.d. greidd föst óunnin yfirvinna meðan annars staðar var yfirvinna eingöngu greidd samkvæmt skráningum. Í framhaldinu voru teknar þær erfiðu ákvarðanir að einungis yrði greitt fyrir skráða yfirvinnu og allar fastar akstursgreiðslur og aðrar aukagreiðslur voru afnumdar. Í kjölfarið fylgdi mikil vinna sem leitt hefur til þeirrar góðu niðurstöðu sem launakönnun RHA nú sýnir. Það virðist því ljóst að með góðum vilja, mikilli vinnu og eljusemi er hægt að eyða kynbundnum launamun."
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira