Innlent

Afstýrðu miklu tjóni í fiskeldi í Grindavík

Ófært hefur verið um Grindavíkurveg nú eftir hádegið.
Ófært hefur verið um Grindavíkurveg nú eftir hádegið. MYND/Stöð 2

Björgunarsveitin Þorbjörn afstýrði tugmilljóna tjóni í dag þegar meðlimir hennar börðust í gegnum ófærð með súrefnisbirgðir fyrir fiskeldið Íslandsbleikju utan við Grindavík.

Eftir því sem segir á vef Víkufrétta hefði súrefnið með réttu átt að berast fyrir nokkru en afhending þess tafðist. Nú í hádeginu voru birgðir stöðvarinnar að klárast þegar björgunarsveitarmenn komu aðvífandi í gegnum blindbylinn sem ríkir enn á þessum slóðum. Hefði súrefnið klárast í stöðinni þarf ekki að fara mörgum orðum um hverjar afleiðingarnar hefðu orðið, segja Víkurfréttir.

Það er annars að frétta úr Grindavík að þar er þungfært og hafa björgarsveitarmenn haft í nógu að snúast í dag við að aðstoð fólk sem fest hefur bíla sína í fannferginu. Þá féll kennsla niður grunnskóla bæjarins í dag vegna veðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×