Innlent

Nokkrar líkur á að eldur hafi komið upp í lofti yfir Fröken Reykjavík

MYND/Vilhelm

Nokkrar líkur eru á því að eldurinn sem eyðilagði húsin að Austurstræti 2 og Lækjargötu 22 í miðborg Reykjavíkur í fyrravor hafi komið upp í loftinu yfir söluturninum Fröken Reykjavík.

Þaðan hafi hann borist yfir í Austurstræti 22 í gegnum vegg sem samkvæmt teikningum var ýmist merktur eldvarnarveggur eða brunasamstæðuveggur. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Brunamálastofnunar um brunann í miðborginni.

Þar segir einnig að veggurinn hafi ekki verið í þeim gæðum sem teikningar greindu frá og einhvern tíma hefði eldvarnaveggur milli Lækjargötu 22 og Austurstrætis 2 verið rifinn niður. Með því hefði veri brotið gegn byggingarreglugerð mjög gróflega og aukið mjög á sambrunahættu húsanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×