Innlent

Lögreglu hafa borist ábendingar um úraþjóf

Þessi maður er grunaður um að hafa rænt verslunina.
Þessi maður er grunaður um að hafa rænt verslunina.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í gær mynd af meintum úraþjófi í verslun Hermanns Jónssonar úrsmiðs við Ingólfstorg í síðustu viku. Tveir menn voru að verki og birti lögregla mynd af öðrum þeirra.

Að sögn Ómars Smára Ármannssonar hjá lögreglunni hafa þeim borist ábendingar í kjölfar myndbirtingarinnar. Verið er að vinna í málinu en enginn hefur verið handtekinn enn.

Saman höfðu mennirnir á brott með sér á annan tug armbandsúra af Raymond Weil og Revue Thommen gerð, samtals að andvirði um tvær milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×