Íslendingur fundinn sekur í Færeyjum Jóhanna Sigþórsdóttir skrifar 12. apríl 2008 00:01 Birgir Páll og Olavur Jákup Kristoffersen verjandi hans í réttarsal. TEIKNING: JANUS GUTTESEN Kviðdómur í Færeyjum komst að þeirri niðurstöðu síðdegis í gær að 25 ára Íslendingur í Færeyjum, Birgir Páll Marteinsson, væri sekur um vörslu á fíkniefnum í Pólstjörnumálinu svokallaða. Þyngd refsingar hafði ekki verið ákvörðuð þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld. Pólstjörnumálið snerist um smygl á um 40 kílóum af fíkniefnum frá Danmörku, með viðkomu í Færeyjum, hingað til lands. Tveir menn sigldu skútunni með efnunum, en sex menn voru síðan dæmdir vegna málsins. Birgir var fundinn sekur um að hafa efnin í vörslu sinni hluta þess tíma sem tveir af smyglurunum, þeir Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, voru í Færeyjum. Þá var Birgir fundinn sekur um að hafa hjálpað til við að smygla efnunum á þessum tíma með því að hafa á ýmsan hátt hjálpað skútumönnunum áður en þeir héldu för sinni áfram hingað til lands. Loks var hann sakfelldur fyrir að hafa tekið á móti miklu magni amfetamíns og e-töfludufts sem átti að fara til ónafngreinds manns í Færeyjum. Það ríkti mikill kvíði hjá Birgi og aðstandendum hans í Færeyjum í gærkvöld, þegar beðið var úrskurðar kviðdóms og dómara um þyngd refsingarinnar. „Sonur minn skilur þetta ekki, þetta er eins og að lenda í hakkavél,“ sagði Íris Inga Svavarsdóttir, móðir Birgis. „Þegar þessir drengir komu til hans og hann vissi hvað var í gangi þá var hann kominn inn í aðstæður sem hann réði ekkert við. Hann varð einfaldlega hræddur. Það er ekkert elsku mamma í fíkniefnaheiminum og hann ætlaði hvorki að fara að leggja vini sína né ættingja heima á Íslandi í hættu. Hann lagði sig í líma að losna við mennina í burtu þegar hann vissi hvers kyns var.“ Nær hálfs árs einangrunarvist sem Birgir mátti sæta hefur verið gagnrýnd. Færeyjadeild Amnesty International hyggst í kjölfarið kanna hversu mikið einangrun er nýtt sem úrræði í færeyskum fangelsum. Pólstjörnumálið Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Kviðdómur í Færeyjum komst að þeirri niðurstöðu síðdegis í gær að 25 ára Íslendingur í Færeyjum, Birgir Páll Marteinsson, væri sekur um vörslu á fíkniefnum í Pólstjörnumálinu svokallaða. Þyngd refsingar hafði ekki verið ákvörðuð þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld. Pólstjörnumálið snerist um smygl á um 40 kílóum af fíkniefnum frá Danmörku, með viðkomu í Færeyjum, hingað til lands. Tveir menn sigldu skútunni með efnunum, en sex menn voru síðan dæmdir vegna málsins. Birgir var fundinn sekur um að hafa efnin í vörslu sinni hluta þess tíma sem tveir af smyglurunum, þeir Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, voru í Færeyjum. Þá var Birgir fundinn sekur um að hafa hjálpað til við að smygla efnunum á þessum tíma með því að hafa á ýmsan hátt hjálpað skútumönnunum áður en þeir héldu för sinni áfram hingað til lands. Loks var hann sakfelldur fyrir að hafa tekið á móti miklu magni amfetamíns og e-töfludufts sem átti að fara til ónafngreinds manns í Færeyjum. Það ríkti mikill kvíði hjá Birgi og aðstandendum hans í Færeyjum í gærkvöld, þegar beðið var úrskurðar kviðdóms og dómara um þyngd refsingarinnar. „Sonur minn skilur þetta ekki, þetta er eins og að lenda í hakkavél,“ sagði Íris Inga Svavarsdóttir, móðir Birgis. „Þegar þessir drengir komu til hans og hann vissi hvað var í gangi þá var hann kominn inn í aðstæður sem hann réði ekkert við. Hann varð einfaldlega hræddur. Það er ekkert elsku mamma í fíkniefnaheiminum og hann ætlaði hvorki að fara að leggja vini sína né ættingja heima á Íslandi í hættu. Hann lagði sig í líma að losna við mennina í burtu þegar hann vissi hvers kyns var.“ Nær hálfs árs einangrunarvist sem Birgir mátti sæta hefur verið gagnrýnd. Færeyjadeild Amnesty International hyggst í kjölfarið kanna hversu mikið einangrun er nýtt sem úrræði í færeyskum fangelsum.
Pólstjörnumálið Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira