Enski boltinn

Chelsea lánar Sinclair til Charlton

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sinclair í leik gegn Newcastle.
Sinclair í leik gegn Newcastle.

Charlton hefur fengið Scott Sinclair á lánssamningi frá Chelsea út leiktíðina. Sinclair er átján ára sóknarsinnaður leikmaður og hefur áður verið lánaður til Plympouth og QPR þar sem hann hefur staðið sig vel.

Sinclair verður í leikmannahópi Charlton sem mætir Sheffield United á laugardag. Charlton er í sjötta sæti ensku 1. deildarinnar sem er umspilssæti um pláss í ensku úrvalsdeildinni.

Sinclair hefur leikið sjö leiki með Chelsea á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×