28 ára lyfjafræðingur fékk ekki að tjalda Breki Logason skrifar 3. júlí 2008 16:09 Tjaldvagn. Myndin tengist fréttinni ekki beint. "Ef þið eruð með börn þá megið þið tjalda, ef þið eruð að fara að búa til börn þá farið þið annað," sagði umsjónarmaður tjaldsvæðisins í Laugarási í Biskupstungum þegar lyfjafræðingurinn Kristín Laufey Steinadóttir ætlaði að tjalda ásamt tveimur vinkonum sínum. „Það voru tvö pör líka með okkur á öðrum bílum, þannig að við vorum sjö. Okkur var síðan eiginlega bara vísað strax í burtu," segir Kristín í samtali við Vísi en hópurinn er á aldrinum 26-28 ára og ætlaði að eiga notalega helgi með hlaupaskóna í aftursætinu. Áður en Kristín og félagar ætluðu að tjalda í Laugarási var búið að hringja á Þingvelli og Laugavatn þar sem þau fengu skilaboð um að 30 ára aldurstakmark væri á tjaldsvæðin. Þegar þau síðan fundu umrætt tjaldstæði kom umsjónarmaður svæðisins og bað „krakkana" að fara eitthvað annað. „Skýringin var bara sú að þetta væri fyrir fjölskyldufólk með börn," segir Kristín sem varð mjög hneyksluð á framkomu mannsins. „Já maður verður pínu hneykslaður á því að vera flokkaður sem vandræðagemsi svona um leið og maður mætir," segir Kristín hneyksluð. Upplýsingar frá umsjónarmanni á tjaldstæðinu í Laugarási voru þær að svæðið væri auglýst sem fjölskyldustæði en sá sem Vísir ræddi við var ekki á vakt umrætt kvöld. „Oft vísum við fólki sem ekki er með börn af svæðinu," sagði stúlkan á símanum við Vísi. Á Þingvöllum fengust þær upplýsingar að 18 ára aldurstakmark væri á tjaldstæðinu þar sem umsjónarmenn þar vildu forðast drykkjulæti unglinga. Stúlkan þar hafði hinsvegar heyrt að það væri 35 ára aldurstakmark á Laugarvatni. „Nei það er nú ekki svoleiðis hjá mér," sagði Guðmundur Óskar umsjónarmaður á Laugarvatni sem hefur séð um svæðið undanfarin þrjú sumur. „Þetta er í raun mjög einfalt hér. Óæskileg hópamyndun fólks undir þrítugu sem ræður ekki við útrás sína undir eðlilegum kringumstæðum og gerir heimskupör er ekki það sem við viljum. Annars eru allir velkomnir." Guðmundur segir að svæðið sé fyrst og fremst ætlað fjölskyldufólki og það hafi verið svoleiðis síðan hann tók við. „Þeir segja það líka Laugvetningar að nú sé hægt að sofa hérna um helgar," segir Guðmundur en aldrei hefur þurft að kalla til lögreglu eða björgunarsveit síðan hann tók við. Aðspurður um hvort barnlausu vinafólki undir þrítugu yrði vísað frá svæðinu segir Guðmundur: „Ég myndi tala við þau fyrst og spyrja hvort þau ættu von á gestum og svona." Hann segir að í raun sé erfitt að eiga við þetta og hann kvíðir nokkuð fyrir komandi helgi. „Ég er orðinn voðalega þreyttur á því að banna greyjunum að koma, en ég bara ræð ekki við þetta." Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
"Ef þið eruð með börn þá megið þið tjalda, ef þið eruð að fara að búa til börn þá farið þið annað," sagði umsjónarmaður tjaldsvæðisins í Laugarási í Biskupstungum þegar lyfjafræðingurinn Kristín Laufey Steinadóttir ætlaði að tjalda ásamt tveimur vinkonum sínum. „Það voru tvö pör líka með okkur á öðrum bílum, þannig að við vorum sjö. Okkur var síðan eiginlega bara vísað strax í burtu," segir Kristín í samtali við Vísi en hópurinn er á aldrinum 26-28 ára og ætlaði að eiga notalega helgi með hlaupaskóna í aftursætinu. Áður en Kristín og félagar ætluðu að tjalda í Laugarási var búið að hringja á Þingvelli og Laugavatn þar sem þau fengu skilaboð um að 30 ára aldurstakmark væri á tjaldsvæðin. Þegar þau síðan fundu umrætt tjaldstæði kom umsjónarmaður svæðisins og bað „krakkana" að fara eitthvað annað. „Skýringin var bara sú að þetta væri fyrir fjölskyldufólk með börn," segir Kristín sem varð mjög hneyksluð á framkomu mannsins. „Já maður verður pínu hneykslaður á því að vera flokkaður sem vandræðagemsi svona um leið og maður mætir," segir Kristín hneyksluð. Upplýsingar frá umsjónarmanni á tjaldstæðinu í Laugarási voru þær að svæðið væri auglýst sem fjölskyldustæði en sá sem Vísir ræddi við var ekki á vakt umrætt kvöld. „Oft vísum við fólki sem ekki er með börn af svæðinu," sagði stúlkan á símanum við Vísi. Á Þingvöllum fengust þær upplýsingar að 18 ára aldurstakmark væri á tjaldstæðinu þar sem umsjónarmenn þar vildu forðast drykkjulæti unglinga. Stúlkan þar hafði hinsvegar heyrt að það væri 35 ára aldurstakmark á Laugarvatni. „Nei það er nú ekki svoleiðis hjá mér," sagði Guðmundur Óskar umsjónarmaður á Laugarvatni sem hefur séð um svæðið undanfarin þrjú sumur. „Þetta er í raun mjög einfalt hér. Óæskileg hópamyndun fólks undir þrítugu sem ræður ekki við útrás sína undir eðlilegum kringumstæðum og gerir heimskupör er ekki það sem við viljum. Annars eru allir velkomnir." Guðmundur segir að svæðið sé fyrst og fremst ætlað fjölskyldufólki og það hafi verið svoleiðis síðan hann tók við. „Þeir segja það líka Laugvetningar að nú sé hægt að sofa hérna um helgar," segir Guðmundur en aldrei hefur þurft að kalla til lögreglu eða björgunarsveit síðan hann tók við. Aðspurður um hvort barnlausu vinafólki undir þrítugu yrði vísað frá svæðinu segir Guðmundur: „Ég myndi tala við þau fyrst og spyrja hvort þau ættu von á gestum og svona." Hann segir að í raun sé erfitt að eiga við þetta og hann kvíðir nokkuð fyrir komandi helgi. „Ég er orðinn voðalega þreyttur á því að banna greyjunum að koma, en ég bara ræð ekki við þetta."
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira