28 ára lyfjafræðingur fékk ekki að tjalda Breki Logason skrifar 3. júlí 2008 16:09 Tjaldvagn. Myndin tengist fréttinni ekki beint. "Ef þið eruð með börn þá megið þið tjalda, ef þið eruð að fara að búa til börn þá farið þið annað," sagði umsjónarmaður tjaldsvæðisins í Laugarási í Biskupstungum þegar lyfjafræðingurinn Kristín Laufey Steinadóttir ætlaði að tjalda ásamt tveimur vinkonum sínum. „Það voru tvö pör líka með okkur á öðrum bílum, þannig að við vorum sjö. Okkur var síðan eiginlega bara vísað strax í burtu," segir Kristín í samtali við Vísi en hópurinn er á aldrinum 26-28 ára og ætlaði að eiga notalega helgi með hlaupaskóna í aftursætinu. Áður en Kristín og félagar ætluðu að tjalda í Laugarási var búið að hringja á Þingvelli og Laugavatn þar sem þau fengu skilaboð um að 30 ára aldurstakmark væri á tjaldsvæðin. Þegar þau síðan fundu umrætt tjaldstæði kom umsjónarmaður svæðisins og bað „krakkana" að fara eitthvað annað. „Skýringin var bara sú að þetta væri fyrir fjölskyldufólk með börn," segir Kristín sem varð mjög hneyksluð á framkomu mannsins. „Já maður verður pínu hneykslaður á því að vera flokkaður sem vandræðagemsi svona um leið og maður mætir," segir Kristín hneyksluð. Upplýsingar frá umsjónarmanni á tjaldstæðinu í Laugarási voru þær að svæðið væri auglýst sem fjölskyldustæði en sá sem Vísir ræddi við var ekki á vakt umrætt kvöld. „Oft vísum við fólki sem ekki er með börn af svæðinu," sagði stúlkan á símanum við Vísi. Á Þingvöllum fengust þær upplýsingar að 18 ára aldurstakmark væri á tjaldstæðinu þar sem umsjónarmenn þar vildu forðast drykkjulæti unglinga. Stúlkan þar hafði hinsvegar heyrt að það væri 35 ára aldurstakmark á Laugarvatni. „Nei það er nú ekki svoleiðis hjá mér," sagði Guðmundur Óskar umsjónarmaður á Laugarvatni sem hefur séð um svæðið undanfarin þrjú sumur. „Þetta er í raun mjög einfalt hér. Óæskileg hópamyndun fólks undir þrítugu sem ræður ekki við útrás sína undir eðlilegum kringumstæðum og gerir heimskupör er ekki það sem við viljum. Annars eru allir velkomnir." Guðmundur segir að svæðið sé fyrst og fremst ætlað fjölskyldufólki og það hafi verið svoleiðis síðan hann tók við. „Þeir segja það líka Laugvetningar að nú sé hægt að sofa hérna um helgar," segir Guðmundur en aldrei hefur þurft að kalla til lögreglu eða björgunarsveit síðan hann tók við. Aðspurður um hvort barnlausu vinafólki undir þrítugu yrði vísað frá svæðinu segir Guðmundur: „Ég myndi tala við þau fyrst og spyrja hvort þau ættu von á gestum og svona." Hann segir að í raun sé erfitt að eiga við þetta og hann kvíðir nokkuð fyrir komandi helgi. „Ég er orðinn voðalega þreyttur á því að banna greyjunum að koma, en ég bara ræð ekki við þetta." Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
"Ef þið eruð með börn þá megið þið tjalda, ef þið eruð að fara að búa til börn þá farið þið annað," sagði umsjónarmaður tjaldsvæðisins í Laugarási í Biskupstungum þegar lyfjafræðingurinn Kristín Laufey Steinadóttir ætlaði að tjalda ásamt tveimur vinkonum sínum. „Það voru tvö pör líka með okkur á öðrum bílum, þannig að við vorum sjö. Okkur var síðan eiginlega bara vísað strax í burtu," segir Kristín í samtali við Vísi en hópurinn er á aldrinum 26-28 ára og ætlaði að eiga notalega helgi með hlaupaskóna í aftursætinu. Áður en Kristín og félagar ætluðu að tjalda í Laugarási var búið að hringja á Þingvelli og Laugavatn þar sem þau fengu skilaboð um að 30 ára aldurstakmark væri á tjaldsvæðin. Þegar þau síðan fundu umrætt tjaldstæði kom umsjónarmaður svæðisins og bað „krakkana" að fara eitthvað annað. „Skýringin var bara sú að þetta væri fyrir fjölskyldufólk með börn," segir Kristín sem varð mjög hneyksluð á framkomu mannsins. „Já maður verður pínu hneykslaður á því að vera flokkaður sem vandræðagemsi svona um leið og maður mætir," segir Kristín hneyksluð. Upplýsingar frá umsjónarmanni á tjaldstæðinu í Laugarási voru þær að svæðið væri auglýst sem fjölskyldustæði en sá sem Vísir ræddi við var ekki á vakt umrætt kvöld. „Oft vísum við fólki sem ekki er með börn af svæðinu," sagði stúlkan á símanum við Vísi. Á Þingvöllum fengust þær upplýsingar að 18 ára aldurstakmark væri á tjaldstæðinu þar sem umsjónarmenn þar vildu forðast drykkjulæti unglinga. Stúlkan þar hafði hinsvegar heyrt að það væri 35 ára aldurstakmark á Laugarvatni. „Nei það er nú ekki svoleiðis hjá mér," sagði Guðmundur Óskar umsjónarmaður á Laugarvatni sem hefur séð um svæðið undanfarin þrjú sumur. „Þetta er í raun mjög einfalt hér. Óæskileg hópamyndun fólks undir þrítugu sem ræður ekki við útrás sína undir eðlilegum kringumstæðum og gerir heimskupör er ekki það sem við viljum. Annars eru allir velkomnir." Guðmundur segir að svæðið sé fyrst og fremst ætlað fjölskyldufólki og það hafi verið svoleiðis síðan hann tók við. „Þeir segja það líka Laugvetningar að nú sé hægt að sofa hérna um helgar," segir Guðmundur en aldrei hefur þurft að kalla til lögreglu eða björgunarsveit síðan hann tók við. Aðspurður um hvort barnlausu vinafólki undir þrítugu yrði vísað frá svæðinu segir Guðmundur: „Ég myndi tala við þau fyrst og spyrja hvort þau ættu von á gestum og svona." Hann segir að í raun sé erfitt að eiga við þetta og hann kvíðir nokkuð fyrir komandi helgi. „Ég er orðinn voðalega þreyttur á því að banna greyjunum að koma, en ég bara ræð ekki við þetta."
Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum