28 ára lyfjafræðingur fékk ekki að tjalda Breki Logason skrifar 3. júlí 2008 16:09 Tjaldvagn. Myndin tengist fréttinni ekki beint. "Ef þið eruð með börn þá megið þið tjalda, ef þið eruð að fara að búa til börn þá farið þið annað," sagði umsjónarmaður tjaldsvæðisins í Laugarási í Biskupstungum þegar lyfjafræðingurinn Kristín Laufey Steinadóttir ætlaði að tjalda ásamt tveimur vinkonum sínum. „Það voru tvö pör líka með okkur á öðrum bílum, þannig að við vorum sjö. Okkur var síðan eiginlega bara vísað strax í burtu," segir Kristín í samtali við Vísi en hópurinn er á aldrinum 26-28 ára og ætlaði að eiga notalega helgi með hlaupaskóna í aftursætinu. Áður en Kristín og félagar ætluðu að tjalda í Laugarási var búið að hringja á Þingvelli og Laugavatn þar sem þau fengu skilaboð um að 30 ára aldurstakmark væri á tjaldsvæðin. Þegar þau síðan fundu umrætt tjaldstæði kom umsjónarmaður svæðisins og bað „krakkana" að fara eitthvað annað. „Skýringin var bara sú að þetta væri fyrir fjölskyldufólk með börn," segir Kristín sem varð mjög hneyksluð á framkomu mannsins. „Já maður verður pínu hneykslaður á því að vera flokkaður sem vandræðagemsi svona um leið og maður mætir," segir Kristín hneyksluð. Upplýsingar frá umsjónarmanni á tjaldstæðinu í Laugarási voru þær að svæðið væri auglýst sem fjölskyldustæði en sá sem Vísir ræddi við var ekki á vakt umrætt kvöld. „Oft vísum við fólki sem ekki er með börn af svæðinu," sagði stúlkan á símanum við Vísi. Á Þingvöllum fengust þær upplýsingar að 18 ára aldurstakmark væri á tjaldstæðinu þar sem umsjónarmenn þar vildu forðast drykkjulæti unglinga. Stúlkan þar hafði hinsvegar heyrt að það væri 35 ára aldurstakmark á Laugarvatni. „Nei það er nú ekki svoleiðis hjá mér," sagði Guðmundur Óskar umsjónarmaður á Laugarvatni sem hefur séð um svæðið undanfarin þrjú sumur. „Þetta er í raun mjög einfalt hér. Óæskileg hópamyndun fólks undir þrítugu sem ræður ekki við útrás sína undir eðlilegum kringumstæðum og gerir heimskupör er ekki það sem við viljum. Annars eru allir velkomnir." Guðmundur segir að svæðið sé fyrst og fremst ætlað fjölskyldufólki og það hafi verið svoleiðis síðan hann tók við. „Þeir segja það líka Laugvetningar að nú sé hægt að sofa hérna um helgar," segir Guðmundur en aldrei hefur þurft að kalla til lögreglu eða björgunarsveit síðan hann tók við. Aðspurður um hvort barnlausu vinafólki undir þrítugu yrði vísað frá svæðinu segir Guðmundur: „Ég myndi tala við þau fyrst og spyrja hvort þau ættu von á gestum og svona." Hann segir að í raun sé erfitt að eiga við þetta og hann kvíðir nokkuð fyrir komandi helgi. „Ég er orðinn voðalega þreyttur á því að banna greyjunum að koma, en ég bara ræð ekki við þetta." Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
"Ef þið eruð með börn þá megið þið tjalda, ef þið eruð að fara að búa til börn þá farið þið annað," sagði umsjónarmaður tjaldsvæðisins í Laugarási í Biskupstungum þegar lyfjafræðingurinn Kristín Laufey Steinadóttir ætlaði að tjalda ásamt tveimur vinkonum sínum. „Það voru tvö pör líka með okkur á öðrum bílum, þannig að við vorum sjö. Okkur var síðan eiginlega bara vísað strax í burtu," segir Kristín í samtali við Vísi en hópurinn er á aldrinum 26-28 ára og ætlaði að eiga notalega helgi með hlaupaskóna í aftursætinu. Áður en Kristín og félagar ætluðu að tjalda í Laugarási var búið að hringja á Þingvelli og Laugavatn þar sem þau fengu skilaboð um að 30 ára aldurstakmark væri á tjaldsvæðin. Þegar þau síðan fundu umrætt tjaldstæði kom umsjónarmaður svæðisins og bað „krakkana" að fara eitthvað annað. „Skýringin var bara sú að þetta væri fyrir fjölskyldufólk með börn," segir Kristín sem varð mjög hneyksluð á framkomu mannsins. „Já maður verður pínu hneykslaður á því að vera flokkaður sem vandræðagemsi svona um leið og maður mætir," segir Kristín hneyksluð. Upplýsingar frá umsjónarmanni á tjaldstæðinu í Laugarási voru þær að svæðið væri auglýst sem fjölskyldustæði en sá sem Vísir ræddi við var ekki á vakt umrætt kvöld. „Oft vísum við fólki sem ekki er með börn af svæðinu," sagði stúlkan á símanum við Vísi. Á Þingvöllum fengust þær upplýsingar að 18 ára aldurstakmark væri á tjaldstæðinu þar sem umsjónarmenn þar vildu forðast drykkjulæti unglinga. Stúlkan þar hafði hinsvegar heyrt að það væri 35 ára aldurstakmark á Laugarvatni. „Nei það er nú ekki svoleiðis hjá mér," sagði Guðmundur Óskar umsjónarmaður á Laugarvatni sem hefur séð um svæðið undanfarin þrjú sumur. „Þetta er í raun mjög einfalt hér. Óæskileg hópamyndun fólks undir þrítugu sem ræður ekki við útrás sína undir eðlilegum kringumstæðum og gerir heimskupör er ekki það sem við viljum. Annars eru allir velkomnir." Guðmundur segir að svæðið sé fyrst og fremst ætlað fjölskyldufólki og það hafi verið svoleiðis síðan hann tók við. „Þeir segja það líka Laugvetningar að nú sé hægt að sofa hérna um helgar," segir Guðmundur en aldrei hefur þurft að kalla til lögreglu eða björgunarsveit síðan hann tók við. Aðspurður um hvort barnlausu vinafólki undir þrítugu yrði vísað frá svæðinu segir Guðmundur: „Ég myndi tala við þau fyrst og spyrja hvort þau ættu von á gestum og svona." Hann segir að í raun sé erfitt að eiga við þetta og hann kvíðir nokkuð fyrir komandi helgi. „Ég er orðinn voðalega þreyttur á því að banna greyjunum að koma, en ég bara ræð ekki við þetta."
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira