Innlent

Milljörðum minni afborganir en gert var ráð fyrir

MYND/Heiða

Ríkisendurskoðun áformar að ljúka stjórnsýsluúttekt á starfsemi Þróunarfélagsins á Keflavíkurflugvelli fyrir miðja febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjárlaganefnd en nefndin fjallaði um málið á fundi sínum í morgun.

Ríkisendurskoðun greindi frá því í desember að hún myndi taka út starfsemi Þróunarfélagsins í kjölfar harðrar gagnrýni á sölu eigna á gamla varnarliðssvæðinu.

Fjárlaganefndin óskar eftir umsögn um bréf frá fjármálaráðuneytinu sem barst þann 29. janúar. Þar kemur fram að söluverð eigna hafi numið 12,8 milljörðum og námu innborganir vegna þessa 132 milljónum.

Hins vegar var gert ráð fyrir því við afgreiðslu fjáraukalaga 2007 að innborganir á árinu námu 3,5 milljörðum króna. Fjármálaráðuneytið skýrir þetta á þann hátt að ekki náðist að ljúka gerð kaupsamninga við tvo af þeim aðilum sem höfðu skilað inn kauptilboði í eignir á gamla varnarsvæðinu.

Í bréfi fjármálaráðuneytisins segir enn fremur að gert sé ráð fyrir að söluverð eigna geti numið fjórum milljörðum á yfirstandani ári og innborganir um 1,5 milljörðum. Á þessu stigi séu ekki taldar forsendur fyrir því að breyti þeirri áætlun. Hins vegar liggi fyrir að að greiðslur vegna sölusamninga frá árinu 2007 verði rúmir 2,8 milljarðar í ár en voru áætlaðar um fjórir milljarðar við afgreiðslu fjárlaga.

Samkvæmt þessu var gert ráð fyrir 7,5 milljörðum króna á síðast og þessu ári vegna sölu eigna í fyrra en nú lítur út fyrir að upphæðin verði um þrír milljarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×